- Advertisement -

Þeir þingmenn munu hafa verra af

„Þeir sem að þessari gjörð standa mega búast við köldum viðtökum kjósenda, bæði í prófkjörum innan flokka og í næstu þingkosningum.“

Þetta skrifar Styrmir Gunnarsson. Honum, sem og mörgum vopnabræðrum hans, er mikið niðri fyrir. Og ekki fer á milli mála að afstaða þingmanna, ekki síst í Sjálfstæðisflokki, verður geymd en ekki gleymd.

Það er þriðji orkupakkinn og samþykkt hans sem veldur mestum óróanum. Alla vega núna.

Styrmir spyr, á styrmir.is, af hverju vilja íslenzkir alþingismenn afhenda ESB yfirráð yfir orku fallvatnanna?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Umræðurnar um orkupakka 3 hafa of mikið snúizt um tæknileg atriði og lögfræðileg álitamál en of lítið um grundvallaratriði málsins, sem er þetta:

Um leið og Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu þá, sem til umræðu er, hefur fyrsta skrefið verið stigið til þess að afhenda Evrópusambandinu yfirráð yfir orku fallvatnanna á Íslandi.

Þetta er óumdeilt.

Þingmenn segja: já, en það gerist ekki nema við samþykkjum sæstreng.

Hverjum dettur í hug, að þeir sem eru tilbúnir til að stíga þetta skref standi gegn því næsta?

Eftir stendur spurningin: af hverju?“

Fyrirsögnin er Miðjunnar og dregin af hótunin sem birtist í skrifum Styrmis.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: