Greinar

Þeir spilltu sjá ekki spillinguna

By Miðjan

December 27, 2018

Eva Hauksdóttir, skrifar pistil um spillingu á vefsíðu sína. Þar segir til dæmis:

„Það er eitt einkenni spillingar að þeir spilltu sjá hana ekki. Vegna þess að þeir telja sig í fullri einlægni eiga heimtingu á henni. Álíta sjálfa sig borna til meiri réttinda og lífsgæða en annað fólk. Þeir óspilltu sem lifa í andrúmslofti spillingar verða samdauna. Hætta að sjá nokkuð rangt við sjálftöku og frændhygli félaga sinna. Finnst ekkert stórmál þótt þeir  komi sér undan aga. Að því leyti má segja að margur sé heiðarlegur í spillingu sinni. Einlægni þingmannsins sem skilur hreinlega ekki um hvað við erum að tala, er hluti af vandamálinu, þótt hann sé ekki spilltur sjálfur.“

Og svo þetta:

„Akstursgreiðslur sem nema mun meiru en raunverulegum kostnaði eru líka dæmi um kerfisbundna spillingu en að nýta slík fríðindi í eigin kosningabaráttu er persónuleg spilling. Lögleg en siðlaus. Kjarabætur til þingmanna sem nema margfaldri þeirri upphæð sem hinn almenni launamaður getur átt von á er fullkomlega lögleg spilling en kannski sú sem verst særir réttlætiskennd kjósenda.“