Greinar

Þeir sem geta kaupi í Icelandair

By Ritstjórn

September 16, 2020

Hermann Guðmundsson forstjóri skrifaði:

Allir þeir tug þúsundir Íslendinga sem flogið hafa um víðan völl síðustu ár og vilja tryggja góðar og víðtækar flugsamgöngur fyrir sjálfan sig og aðra ættu að kaupa einhvern hlut í Icelandair útboðinu.

Þeir sem geta keypt fyrir lágmarksfjárhæðina eða meira myndu þar með taka þátt í því að bæta aftur upp þau lífsgæði sem tapast hafa með Covid fárinu. Það er engu minna verðmætt að eiga öflugt flugfélag sem framleiðir gjaldeyrir með beinum hætti en að setja hlutafé inn í t.d. nýsköpun eða aðrar áhættur.

Ég met áhættuna hjá Icelandair vera nálægt 50% eftir að hafa hlustað á kynningarfundinn í morgun og mun samt kaupa lítinn hlut til að sýna í verki að mér finnst skipta mjög miklu máli að við getum á ný flogið í beinu flugi bæði vestur um haf og til Evrópu, þegar líf færist í eðlilegt horf á ný. 

Ég lít á þetta sem samfélagslega skyldu mína á þessum erfiðu tímum í flugrekstri og mun ekkert kvarta ef féð tapast.