- Advertisement -

Þeir borgi sem nota, segir Óli Björn

„Í ein­fald­leika sín­um er ég hrif­inn af þeirri hug­mynda­fræði að menn borgi fyr­ir það sem þeir nota.“

Þetta skrifar Óli Björn Kárason, sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem stundar mesta pólitík þeirra allra.

Tilefnið er fyrirhugaðir vegaskattar. „Álagn­ing veggjalda get­ur því verið álit­leg­ur kost­ur,“ skrifar þingmaðurinn. Þar sem Óli Björn, sem hefur meiri pólitíska vigt innan síns flokks, en flestir aðrir vill að þeir borgi sem nota.

Þá á hann væntanlega við um fleira. Svo sem Þjóðleikhúsið og svo margt annað. Er það ekki?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Upp­bygg­ing sam­göngu­kerf­is­ins hef­ur kallað á nýj­ar hug­mynd­ir um hvernig standa skuli að fjár­mögn­un fram­kvæmda. Í ein­fald­leika sín­um er ég hrif­inn af þeirri hug­mynda­fræði að menn borgi fyr­ir það sem þeir nota,“ segir Óli Björn og svo þessa:

„Álagn­ing veggjalda get­ur því verið álit­leg­ur kost­ur. En ákvörðun um veggjöld verður ekki tek­in án þess að fram fari end­ur­skoðun á gjalda- og skatta­kerfi sem bílaeigendur búa við, um leið og tryggt er að nýt­ing annarra eigna rík­is­ins sé með þeim hætti að hún þjóni hags­mun­um al­menn­ings.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: