„Í einfaldleika sínum er ég hrifinn af þeirri hugmyndafræði að menn borgi fyrir það sem þeir nota.“
Þetta skrifar Óli Björn Kárason, sá þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem stundar mesta pólitík þeirra allra.
Tilefnið er fyrirhugaðir vegaskattar. „Álagning veggjalda getur því verið álitlegur kostur,“ skrifar þingmaðurinn. Þar sem Óli Björn, sem hefur meiri pólitíska vigt innan síns flokks, en flestir aðrir vill að þeir borgi sem nota.
Þá á hann væntanlega við um fleira. Svo sem Þjóðleikhúsið og svo margt annað. Er það ekki?
„Uppbygging samgöngukerfisins hefur kallað á nýjar hugmyndir um hvernig standa skuli að fjármögnun framkvæmda. Í einfaldleika sínum er ég hrifinn af þeirri hugmyndafræði að menn borgi fyrir það sem þeir nota,“ segir Óli Björn og svo þessa:
„Álagning veggjalda getur því verið álitlegur kostur. En ákvörðun um veggjöld verður ekki tekin án þess að fram fari endurskoðun á gjalda- og skattakerfi sem bílaeigendur búa við, um leið og tryggt er að nýting annarra eigna ríkisins sé með þeim hætti að hún þjóni hagsmunum almennings.“