- Advertisement -

Þegjandi meirihluti

Ákvæðið beinist einkum gegn því að börn séu sett í þá aðstöðu að vera látin líða fyrir athafnir foreldra sinna eða ættingja.

Rauði kross íslands.

Halldór Auðar Svansson skrifaði:

Hér sjáum við ræðutíma í öðrum umræðum um útlendingafrumvarpið svokallaða, frumvarp sem snýst fyrst og fremst um að herða að réttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Meðal annars snýst það gagngert um – það er sérstaklega áréttað í greinargerð – að heimila það að hafna börnum um efnismeðferð umsókna um vernd ef að foreldri þess talst hafa tafið málið á einhverju stigi: „Í framkvæmd hafa komið upp tilvik þar sem óskýrt orðalag ákvæðisins hefur skapað óvissu og tækifæri til misnotkunar, sérstaklega þegar um fjölskyldur er að ræða. Þannig hefur t.d. almennt verið talið ótækt að láta tafir foreldra eða umsjónarmanna bitna á rétti barna til efnislegrar meðferðar sama hversu augljósar tafir eru á málinu eða hversu einbeittur vilji var til þess að valda þessum töfum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðilar á borð við Barnaheill og Rauða krossinn hafa gagnrýnt þetta harðlega enda er það alveg af ríkri ástæðu sem það er talið ótækt skv. gildandi lögum að láta börn líða fyrir ákvarðanir foreldra sinna.

Í umsögn Rauða krossins segir: „Þá gengur umrædd breyting þvert á ákvæði 2. mgr. 2. gr. barnasáttmálans en þar segir að aðildarríki skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess, lögráðamanna eða fjölskyldumeðlima. Ákvæðið beinist einkum gegn því að börn séu sett í þá aðstöðu að vera látin líða fyrir athafnir foreldra sinna eða ættingja, sem þau eiga engan þátt í né bera ábyrgð á, en eru samt látin gjalda fyrir vegna sérstaklega viðkvæmrar stöðu sinnar. Þá er tilefni til að taka fram að þau rúmlega sjö ár sem Rauði krossinn sinnti talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa talsmenn félagsins ekki orðið þess áskynja að foreldrar hafi „þvingað fram efnislega málsmeðferð“ með því að viljandi tefja mál sín, líkt og fram kemur í frumvarpinu, og er umrædd staðhæfing því í engu samræmi við reynslu félagsins.“

Þetta er grein sem allsherjar- og menntamálanefnd lætur standa óbreytt eftir meðferð sína, líkt og margt annað sem umsagnaraðilar eru almennt algjörlega mótfallnir og telja vera mannréttindaskerðingu eða jafnvel mannréttindabrot.

Skilaboðin frá stjórnarflokkunum hljóta þá að vera að þetta sé frumvarp sem ríkisstjórnin er sátt við og ætli sér að samþykkja. Samt er mestmegnis þögn frá þeim á þingi. Það stendur augljóslega af þeirra hálfu að afgreiða þetta nánast í kyrrþey.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: