Ólafur Jóhannesson, þá forsætisráðherra, var býsna stórorður á framboðsfundi á Skagaströnd um sfðustu helgi, er hann veittist að einum fundarmanna og skipaði honum að þegja og skammast sín. Málsatvik voru þau, að Hörður Ingimarsson, sem skipar 9. sæti á F-listanum í Norðurlandskjördæmi vestra, greip fram í fyrir Ólafi Jóhannessyni, er hann var f ræðustðl og varð það til þess, að Ólafur sleppti sér gjörsamlega og hrópaði að Herði Ingimarssyni:
„Þegiðu, þegiðu.“! Síðan skýrði forsætisráðherra frá því, að Hör ur Ingimarsson hefði átt sæti f uppstillingarnefnd Framsðknarflokksins f kjördæminu fyrir kosningarnar, en þó tekið sæti á öðrum lista og hrópaði aftur að honum og sagði: „Skammastu þín.“! Í framhaldi af þessum orðaskiptum kom efsti maður E-listans, Friðgeir Björnsson, í ræðustól og sagði, að fundarmenn gætu nú e.t.v. betur skilið, hvers vegna þeir Möðruvellingar hefðu ekki talið sér fært að starfa í Framsóknarflokknum. Ef menn hefðu aðra skoðun en forsætisráðherra í þeim flokki, væri þeim sagt að þegja. Það væri rétt, að Hörður Ingimarsson hefði átt sæti í kjörnefnd Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir þessar kosningar. Sú kjörnefnd hefði skilað fjölmörgum tillögum um skipan listans, en í hvert sinn, sem hún hefði látið frá sér fara tillögur, hefði Ólafur Jóhannesson sagt nefndarmönnum að þegja. Og síðan hefði hann valið sér til fylgis það fólk, sem á fundinum mætti sjá.
Þá gerðist það og á þessum framboðsfundi á Skagaströnd, að Ólafur Jóhannesson kvað Pálma Jónsson, efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins, segja það ósatt, að útlit væri fyrir allt að átta milljarða óhagstæðan viðskiptajöfnuð. Pálmi Jónsson gerði sér þá lítið fyrir og las upp úr greinargerð með frumvarpi Ólafs Jóhannessonar um viðnám gegn verðbólgu eftirfarandi kafla: „Viðskiptahallinn á árinu 1974 stefnir því í 7800—8300 millj. kr., sem bera má saman við viðskiptahalla 2600 millj. kr. árið 1973 og spá við upphaf ársins 1974 um 4500—5000 millj. kr. halla á þessu ári.“
Morgunblaðið 25. júní 1974.