- Advertisement -

Þegar Vinstri græn voru stærst flokka

Einum mánuði fyrir síðustu alþingiskosningar, sem voru í október 2017, mældust Vinstri græn stærstur allra flokka, með 25,4 prósent atkvæða í þjóðarpúlsi Gallup. Í kosningunum fengu Vg 16,9 prósent. Rúmu ári síðar hefur flokkurinn missti mikið fylgi, mælist nú með aðeins 11,6 prósent.

Forysta Vg er nokkuð upptekin af því að telja kjósendum sínum trú um að flokkurinn sé einhvers virði og að þau hafi náð fram einu og einu atriði. Sífellt færri trúa því sem sagt er og tölurnar tala sínu máli. Kjósendur snúa bakið við flokknum.

Hvað sem kjósendum Vg kann að þykja er meira en líklegt að forysta flokksins hafi heitið Sjálfstæðisflokknum tryggð að loknum kosningum haustið 2017.

Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona varð vitni að samtali Steingríms J. Sigfússonar og ungs sjálfstæðismanns haustið 2017, skömmu fyrir kosningarnar. Á Vísi mátti lesa:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni afhentir Katrínu lyklana að stjórnarráðinu. En hélt hann völdunum?

„Steingrímur talaði um mikilvægi þess að hér yrði tveggja flokka stjórn og virtist á honum að þetta væri allt þegar klappað og klárt milli VG og D. Ungi Sjálfstæðismaðurinn var alveg sammála honum. Þetta væru ábyrgustu og sterkustu flokkarnir og nú þyrfti sko traust og stabilet og reynslu. Þetta var allt ákveðið- og svo þegar aðeins undan lét í fylgi VG er lítið mál fyrir þau að kippa Framsókn með – enda líka svo „traust“ og með reynslu. Þau voru búin að ákveða þetta – fyrir löngu.“

Þarna er talað um sterkustu flokkana og þá ábyrgustu. Nú, fimmtán mánuðum eftir að Vg mældist stærst flokka er staðan önnur og mun verri.

Skoðanakannanir gengu ekki eftir og úr varð að kippa illa leikinni Framsókn með í stjórnarsamstarfið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: