- Advertisement -

Þegar Þorsteinn fór mikinn í New York

- „...þó að ég hafi vissulega staðið í salnum og getað klappað með öðrum, ég vildi reyndar ekki fara í húrrahrópið eins og sumir vildu gera þarna,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé.

„Ég er pínulítið hissa yfir orðum háttvirts þingmanns, Þorsteins Víglundssonar, sem talaði hér á undan þó að ég sé kannski sammála mörgu sem hann segir,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé í framhaldi af þátttöku Þorsteins Víglundssonar í umræðunum um samgönguáætlunum Sigurðar Inga.

„Hann hefur sjálfur verið ráðherra. Ég var staddur með honum í New York í fyrra á ráðstefnu í mars þar sem hann fór mikinn og kynnti helstu afrek ríkisstjórnar sinnar, jafnlaunavottun,“ sagði Kolbeinn.

Og hélt áfram: „Það var klappað fyrir honum mjög víða þar sem hann fór. Hann fór í fjölmiðlaviðtöl hér heima vegna þessa risastóra máls, jafnlaunavottunnar, sem var svo lagt fram á þingi rúmum mánuði síðar, í apríl. Þá vafðist ekki fyrir háttvirtur þingmanni að tala um málin sín sem ráðherra áður en þau voru lögð fram. Þá var hann ekki mikið að hugsa um að aðrir þingmenn sætu við sama borð og hann þó að ég hafi vissulega staðið í salnum og getað klappað með öðrum, ég vildi reyndar ekki fara í húrrahrópið eins og sumir vildu gera þarna. Ég bið menn, þegar þeir eru í stjórnarandstöðu að gagnrýna núverandi stjórnvöld, að muna eftir því sem þeir gerðu sjálfir, sérstaklega þegar ekki er liðið nema eitt ár síðan.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: