Sigurjón Þórðarson skrifar:
Hvað er í gangi þarna í SFS, en Heiðrún Lind er hvorki að að gera sjókvíaeldi né fiskveiðum greiða með svona delluskrifum. Heiðrún étur upp einhverja vitleysu um fjölda laxa og leggur síðan enn meiri dellu út frá vitleysunni og kemst síðan að kjánalegri niðurstöðu um að það eigi sér einhver ofveiði sér stað í íslenskum laxveiðiám.
Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að það sé skortur á seiðum í íslenskum ám og því á sér engin ofveiði sér stað – Ekki frekar en í íslensku landhelginni. Flest ef ekki öll líffræðileg kennileiti á borð við vöxtur og nýliðun benda til þess að bæta megi verulega í veiðar – Í stað þess að SFS sé að skoða þau mál þá er mögnuð upp einhver ofveiði-grýla.
Þessi furðuskrif SFS eru óskiljanleg í ljósi þess að það er starfandi fiskifræðingur hjá samtökunum sem hlýtur að geta leiðbeint lögfræðigenginu í einfaldri náttúrufræði.