Greinar

Þegar staðreyndir duga ekki

By Ritstjórn

June 03, 2020

„Skiln­ing­ur á nauðsyn þess að gæta hóf­semd­ar í álög­um á fyr­ir­tæki og ein­stak­linga er tak­markaður. Við sem telj­um nauðsyn­legt að koma bönd­um á skattagleði hins op­in­bera þurf­um auðvitað að draga fram staðreynd­ir. Halda því til haga að skatt­byrði á Íslandi, sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu, er sú þriðja þyngsta í Evr­ópu að teknu til­liti til líf­eyr­is- og al­manna­trygg­inga. En staðreynd­ir duga ekki, það þarf að setja þær í sam­hengi við lífs­kjör al­menn­ings. Við verðum að læra að setja skatt­heimtu og reglu­byrði í sam­hengi við sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins, fjölda starfa og mögu­leika fyr­ir­tækja til að standa und­ir góðum laun­um og bætt­um lífs­kjör­um.“

Þetta er valinn kafli úr vikulegri Moggagrein Óla Björns Kárasonar. Hér kemur annar kafli, þar sem Óli Björn fjallar um hugsanlega fjölgun ríkisstarfsmanna. Um það verður fjallað í nýjum morgunþætti hér á Miðjunni. Þar verður rætt við Ágúst Ólaf Ágústsson Samfylkingu.

„Eins og við var að bú­ast eru marg­ir með ein­fald­ar lausn­ir á vand­an­um. Það á að fjölga rík­is­starfs­mönn­um og hækka skatta á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki. Með öðrum orðum; auka á um­svif rík­is­ins og leggja þyngri byrðar á launa­fólk og fyr­ir­tæki. Vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stof­unn­ar, sem birt var í síðustu viku, breyt­ir engu í hug­um þeirra sem berj­ast fyr­ir auk­inni rík­i­s­væðingu og telja að ríkið sé upp­spretta og end­ir allra verðmæta.“