- Advertisement -

Þegar SJS gleymdi eigin uppruna

Um það vitn­ar kís­il- og kola­verið á Bakka við Húsa­vík.

Guðni Ágústsson stingur tíu prjónum í Steingrím J. Sigfússon í Moggagrein í dag. Tilefnið er þegar Steingrímur missti jafnvægið, sem svo oft áður, og kallaði það fólk sem er annarrar skoðunar en hann sjálfur „grenjandi minnihluta“. Þar átti Steingrímur við það fólk sem setur fyrirvara vegna fyrirhugaðs þjóðgarð á hálendinu.

Guðni rifjar upp að Steingrímur hefur ekki alltaf verið svo harður umhverfissinni. Hér er fyrsta stunga Guðna í Steingrím:

„Stein­grím­ur seg­ist ekki geta hugsað sér að fleiri her­virki rísi á há­lend­inu. Þar hef­ur orðið stefnu­breyt­ing því Stein­grím­ur sat í rík­is­stjórn 1988-1991 og sú rík­is­stjórn hafði áform um að fram­kvæma fyrsta hluta stór­virkj­ana á Aust­ur­landi með því að sökkva Eyja­bökk­um, vegna raf­orku­nýt­ing­ar (ál­vers) á suðvest­ur­horn­inu, í Keil­is­nesi. Alla þessa orku átti svo að leiða þvert yfir miðhá­lendið norðan jökla í lín­um og mikl­um há­spennu­möstr­um, þangað sem drauma­ál­verið átti að rísa. Þegar ekki fannst kaup­andi að ork­unni féll æv­in­týrið um sjálft sig! Nú er öll orka Aust­ur­lands nýtt í heima­byggð til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

VG var stofnað sem nátt­úru­vernd­ar­flokk­ur árið 1999, en hafði gleymt þeim upp­runa sín­um þegar rík­is­stjórn VG og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar var mynduð árið 2009. Um það vitn­ar kís­il- og kola­verið á Bakka við Húsa­vík, sem rík­is­stjórn Stein­gríms og Jó­hönnu stóð að. En þar er jafn­vel seilst inn á vatna­svæði Skjálf­andafljóts með ógn við nátt­úruperluna Ald­eyj­ar­foss.“

Meira síðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: