Um það vitnar kísil- og kolaverið á Bakka við Húsavík.
Guðni Ágústsson stingur tíu prjónum í Steingrím J. Sigfússon í Moggagrein í dag. Tilefnið er þegar Steingrímur missti jafnvægið, sem svo oft áður, og kallaði það fólk sem er annarrar skoðunar en hann sjálfur „grenjandi minnihluta“. Þar átti Steingrímur við það fólk sem setur fyrirvara vegna fyrirhugaðs þjóðgarð á hálendinu.
Guðni rifjar upp að Steingrímur hefur ekki alltaf verið svo harður umhverfissinni. Hér er fyrsta stunga Guðna í Steingrím:
„Steingrímur segist ekki geta hugsað sér að fleiri hervirki rísi á hálendinu. Þar hefur orðið stefnubreyting því Steingrímur sat í ríkisstjórn 1988-1991 og sú ríkisstjórn hafði áform um að framkvæma fyrsta hluta stórvirkjana á Austurlandi með því að sökkva Eyjabökkum, vegna raforkunýtingar (álvers) á suðvesturhorninu, í Keilisnesi. Alla þessa orku átti svo að leiða þvert yfir miðhálendið norðan jökla í línum og miklum háspennumöstrum, þangað sem draumaálverið átti að rísa. Þegar ekki fannst kaupandi að orkunni féll ævintýrið um sjálft sig! Nú er öll orka Austurlands nýtt í heimabyggð til atvinnuuppbyggingar.
VG var stofnað sem náttúruverndarflokkur árið 1999, en hafði gleymt þeim uppruna sínum þegar ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar var mynduð árið 2009. Um það vitnar kísil- og kolaverið á Bakka við Húsavík, sem ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu stóð að. En þar er jafnvel seilst inn á vatnasvæði Skjálfandafljóts með ógn við náttúruperluna Aldeyjarfoss.“
Meira síðar.