- Advertisement -

Þegar sá litli níðist á þeim smærri

Fyrirfinnast dæmi í íslenskri stjórnmálasögu um að lagst hafi verið lægra?

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Fréttatími færeyska sjónvarpsins var í kvöld helgaður vafasömum viðskiptaháttum Samherja í Færeyjum, í gegnum leppfélagið Framherja og hvernig yfirvöld þar í landi hyggjast taka á málum. Í fréttatímanum var rætt við Högna Hoydal fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyinga, þar sem hann greindi frá því að íslensk stjórnvöld hefðu beitt Færeyinga óbærilegum þrýstingi, þegar þeir hugðust losa um eignarhald útlendinga í sjávarútvegi þjóðarinnar. Í máli hans kom fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu gengið harðast fram fyrir hönd Samherjamanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Í máli hans kom fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu gengið harðast fram fyrir hönd Samherjamanna.

Ekki var sagt frá því hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði verið virkur gerandi, en gera verður ráð fyrir að hún hafi vitað hvað klukkan sló.

Hvernig má það vera að smáþjóð sem barðist fyrir yfirráðum yfir auðlindum sínum fyrir örfáum áratugum skuli vera komin í þá stöðu að velja sér stjórnmálamenn sem ganga erinda nokkurra auðmanna í að komast yfir auðlindir vinar- og nágrannaþjóðar?

Fyrirfinnast dæmi í íslenskri stjórnmálasögu um að lagst hafi verið lægra?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: