Þegar Katrín Jakobsdóttir sveik Hofsós
Sigurjón Þórðarson skrifaði:
Katrín Jakobsdóttir, heimsótti Hofsós í upphafi valdaferils síns sem forsætisráðherra landsins. Flokksfélagar tóku vel á móti henni og fékk ég að fljóta með, þar sem ég var óháður fulltrúi á lista Vg og óháðra í Skagafirði.
Á prjónunum voru margvísleg verkefni sem heimamenn óskuðu eftir stuðningi hennar við. M.a. þróunarverkefnis á vegum MATÍS sem snéri að upprunamerktum vistvænum afurðum, þar sem leikmyndin við höfnina og sveitina í Skagafirði yrði nýtt til markaðssetningar.
Hver var þróun mála?
Jú, forstjóri MATÍS var rekinn úr starfi og byggðakvóti þorpsins skorinn niður í nánast ekki neitt. Byggðastofnun neitaði síðan að veita stuðning til svæðisins. Á sama tíma var stofnunin að færa erlendum auðmönnum byggðakvóta á silfurfati.
Þegar Vg fékk málefni sjávarútvegsins og landbúnaðarins stóðu vonir til þess að hagur þorpsins myndi vænkast. Kristjáni Þór hafði verið kennt um óheillaþróunina og fólk bjóst við betri tímum undir nýjum ráðherra VG. Það reyndust því miður tálvonir. Svandís reyndist öllu verri en Kristján Þór og rak strandveiðibátana í land 21. júlí í fyrra. Nú vill hún girða fyrir alla nýliðun með því að setja grásleppuna í kvóta.
Hverjar eru afleiðingarnar? – Jú löndun á afla hefur nánast verið hætt í vor.
Hvað er að þessu fólki í Vg – hefur það enga sómakennd?