- Advertisement -

Þegar Eyþór missti af strætó

Að loknum kosningum sagði Eyþór Arnalds, oddviti D-listans í borginni, að hann ætti fyrstur að fá að reyna sig við myndun meirihluta. Af honum mátti jafnvel skilja að hann biði þess eins að vera boðaður til Bessastaða til að fá formlegt umboð til myndunnar meirihluta.

Þannig gerist það bara ekki. Það er kapphlaup um myndun meirihluta. Eyþór virðist hafa brugðist flokki sínum og sjálfum sér. Nú bendir einmitt flest til þess að hann og hans fólk sitji eftir með sárt ennið. Fjandvinurinn Dagur er á fullu við myndun meirihluta. Gangi það eftir verður niðurlæging Eyþórs mikil.

Eyþór brást of seint við. Hann verður að vita að það fólk eitt nær næsta strætó sem mætir á stoppistöðina. Þau sem sitja róleg heima fara ekki neitt.

Reyndar á Eyþór eina von, eina einustu. Hún er sú að ekki náist samkomulag milli þeirra fjögurra flokka sem nú reyna myndum meirihluta og þá leiti Dagur til Eyþórs. Það er eina von Eyþórs, eins aum og hún nú er, að horfa vonaraugum til síns helsta andstæðings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: