- Advertisement -

Þau skvetta mest sem grynnst vaða

„Þannig gert fólk getur aldrei leyst nein verkefni svo vel fari.“

Birgir Dýrfjörð.

Birgir Dýrfjörð rafvirki skrifar:

Stjórnmál Mikið hefur verið rætt og ritað um meinta breytingu formanns á stefnu Samfylkingarinnar.

 Formaður flokksins er borin þeim sökum,  að hundsa landsfund og taka sér vald til að gera óleyfilegar breytingar á stefnu flokksins sem landsfundur einn má gera.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aðkoma hennar er fagnaðarefni…

Mér finnst þau tala hér mikið um málið, sem lítið vita um Samfylkinguna .

Á vef Samfylkingarinnar xs.is undir dálknum „um Samfylkinguna“ stendur  Stefnulýsingin.   (Manifesto, sem samþykkt var á stofnfundi) .   

Í þeirri stefnulýsingu segir,  að Jafnaðarstefnan sé stjórnmálastefna í stöðugri þróun en úrræði og baráttuaðferðir taka mið af aðstæðum eins og þær eru á hverjum tíma.

Þar segir einnig að  Samfylkingin muni móta aðferðafræði sína og afstöðu í einstökum atriðum í samræmi við aðstæður –  og samkvæmt tiltækum úrræðum hverju sinni.

Grunngildi flokksins verða hins vegar ávalt þau sömu.

Ekki stafkrókur

Í stefnulýsingu flokksins er ekki stafkrókur um málefni nýbúa eða innflytjenda, aftur á móti kemur skýrt fram, að Samfylkingin á að  „móta aðferðafræði sína og afstöðu í einstökum atriðum í samræmi við aðstæður hverju sinni.“  

Áherslur í stefnu Samfylkingarinnar eru því sívirkar og síkvikar í samræmi við þarfir líðandi stunda. Stefna flokksins er ekki steinrunnar kreddur meitlaðar í grjót.

Allar sanngjarnar manneskjur hljóta að viðurkenna, að umfang og aðstæður í málefnum nýbúa  hefur gjörbreyst á skömmum tíma, umfangið hefur líklega tíu til tuttugu faldast.

Umræða um val á tiltækum viðunandi lausnum þeirra mála þolir því enga bið.

Aðkoma og rök Kristrúnar Frostadóttur um mál nýbúa eru því tímabært inngrip og í öllu samkvæmt „aðferðafræði í samræmi við aðstæður“, eins og segir í stefnulýsingu Samfylkingarinnar.

Aðkoma hennar er fagnaðarefni, og hún er lóðbeint eftir stefnulýsingu flokksins. 

Þau, sem stinga höfðinu í sandinn þekkja ekki meðgöngu og sköpun stefnskrár flokksins, þau geta spillt fyrir trúverðugleika hans og árangri, bæði fyrir íbúa og nýbúa landsins.

Þannig gert fólk getur aldrei leyst nein verkefni svo vel fari.

                     


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: