Gunnar Smári skrifar:
Hlutabréf í Arionbanka ganga kaupum og sölum á markaði á um 1,25 sinnum verðmæti eigið fé. Á sama tíma er ríkisstjórnin að selja hátt í þriðjung af hlutafé almennings í Íslandsbanka á 0,81 sinnum eigið fé bankans. Með þessu eru ráðherrarnir að gefa hinum ríku um 28,5 milljarða króna af almannaeignum; erlendum vogunarsjóðum, efnuðustu fjármagnseigendunum og lífeyrissjóðum að einhverju leyti.
Þessi gjöf er stærri en allir samanlagðir aðgerðarpakkar ríkisstjórnarinnar sem ætlað var að mæta erfiðleikum almennings í cóvid-samdrættinum. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings heldur ríkisstjórn hinna ríku, auðvaldsstjórn. Það er spurning hvort landmenn ættu ekki að kæra ráðherrana fyrir umboðssvik, að gefa frá sér eignir sem þeim var treyst fyrir að gæta.