Fjarri er að þingmennirnir sex ráði sjálfir hvort þeir sitji áfram á Alþingi eða ekki. Framtíð þeirra ræðst af afstöðu almennings. Fólk hefur áður komið saman á Austurvelli og í raun rekið Sigmund Davíð úr embætti forsætisráðherra.
Það var einnig fólkið sem stöðvaði ríkisstjórn Geirs H. Haarde.
Almenningur er sterkt afl og ef myndast almennur vilji til að þingmennirnir sex taki poka sinn, eiga þeir engan kost annan en að fara að vilja fólksins.
Ef svo fer yrði það mjög sérstakt fyrir Sigmund Davíð sem, eins og áður sagði, hefur áður hrökklast úr embætti vegna krafna fólksins í landinu.
Fyrsta skrefið að afsögn sexmenninganna verður jafnvel tekið á Austurvelli á morgun, 1. desember.