Morgunblaðið flytur „stórfrétt“, á forsíðu blaðsins, um að svo og svo mörgum hafi verið sagt upp vinnunni að undanförnu og stjórnendur fyrirttækja segja fleiri uppsagnir fram undan. Þetta er eðlilegur leikur úr Borgartúni 35, B35, í aðdraganda kjarasamninga.
Í raun er verið að segja launafólki að því fari best að haga sér skikkanlega eða það missi vinnuna.
„Ég vil alls ekki að við förum að mála skrattann á vegginn. Það er of snemmt að fullyrða hvað er þarna nákvæmlega á ferðinni. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir fólki í flestum atvinnugreinum síðustu misseri og metinnflutningur vinnuafls. Þó verð ég að segja að sú mynd sem þarna birtist okkur er nokkuð áhyggjuefni,“ sagði Halldór Benjamín við Moggann.
„Ég vil alls ekki að við förum að mála skrattann á vegginn. Það er of snemmt að fullyrða hvað er þarna nákvæmlega á ferðinni. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir fólki í flestum atvinnugreinum síðustu misseri og metinnflutningur vinnuafls. Þó verð ég að segja að sú mynd sem þarna birtist okkur er nokkuð áhyggjuefni,“ segir Halldór.
Úr orðum Halldórs Benjamíns má lesa að verið sé að mála skrattann á vegginn. Eins gefur þetta tilefni til að skoða hvort þau fyrirtæki sem ekki geta borgað starfsfólki laun sem duga ti framfærslu séu nokkurs virði. Alla vega ekki fyrir launafólk.