- Advertisement -

Þau hófu höfrungahlaupið

Úlfar Hauksson. Ljósmynd: akureyri.net.

Launahækkanir stjórnenda eru bara alls ekki í samræmi við almenna launaþróun. Stjórnendur og stjórnmálamenn hófu fyrir löngu hið svokallaða höfrungahlaup með því að skammta sér ofur launahækkanir í gegnum kjararáð sem er jú skipað af stjórnmálamönnum sem aftur ákvarða laun fulltrúa í kjararáði. Hagsmunatengingin er því algjör. Hér er því um enn einn angan af spillingu í íslensku samfélagi.

Með vísan í almenna launaþróun ættu því laun almennra launþega að hækka um 40% í snatri…. og afturvirkt samkvæmt hefð stjórnenda! En það er ekki að fara að gerast. Stöðugleikinn þið munið!

Með athæfi sínu eru íslenskir stjórnendur búnir að raska stöðugleika og sátt í þessu samfélagi. Það liggur í augum uppi að krafa um verulegar launahækkanir almenns launafólks verður lögð fram í haust með vísan í almenna launaþróun íslenskra stjórnenda sem lifa í glerbúri og kasta grjóti í allar áttir hver í kapp við annan.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hinn svokallaði stöðugleiki og ábyrgð á íslensku efnahagslífi getur ekki alfarið hvílt á herðum almenns launafólks. Sá tími er vonandi liðinn. Og stjórnendur eru klárlega leiðandi í höfrungahlaupinu. Í lokin ber að geta þess – og halda til haga – að ólíkt því sem stundum er haldið fram og vísað til – þegar laun stjórnenda eru annars vegar – að það er enginn alþjóðleg eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum. Engin.

Úlfar Hauksson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: