- Advertisement -

Þau hafa stórlækkað veiðileyfagjöldin

Og eignast meira og minna Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál?

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar:

Kosningar eru eftir eitt ár. Kannski er ráð að kjósa ekki bara um stefnu stjórnvalda þegar kemur að börnum á flótta heldur einnig um sjávarútvegsmál. Í dag er svokallaði sjávarútvegsdagurinn og á honum koma fram tölur. Förum yfir 4 slíkar.

1. Arðgreiðslur til eigenda útgerðarfyrirtækja er um 62 milljarðar kr. á undanförnum 5 árum. Til samanburðar er þessi upphæð næstum tvöfalt hærri en það sem allir framhaldsskólar landsins fá árlega. Hún er þrisvar sinnum hærri en það sem þessi ríkisstjórn setur í umhverfismál eða í Háskóla Íslands. Tvöfalt hærri en sem allar heilsugæslur landsins fá á hverju ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru einnig orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðamanna.

Arðgreiðslur eru fyrir utan launin sem þessir kallar fá, eru fyrir utan hagnaðinn sem fyrirtækin þeirra sýna, eru fyrir utan hækkun hlutabréfa þeirra, fyrir utan söluhagnaðinn selji þeir þessi sömu hlutabréf. Árlegar arðgreiðslur sem renna beint í vasa útgerðarmannsins og fjölskyldu hans eru hærri en veiðileyfagjöldin sem eigandi auðlindarinnar fær. Kíkjum á næsta punkt.

2. Veiðileyfagjöld hafa lækkað um næstum helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Veiðileyfagjöld eru gjöld fyrir aðgang að einum gjöfulustu fiskimiðum jarðar, sem eru nota bene í eigu þjóðarinnar samkvæmt lögum en ekki fyrirtækjanna. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru orðin lægri en sem nemur þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir vegna útgerðarinnar. Veiðileyfagjöld stórútgerðarinnar eru einnig orðin lægri en veiðileyfagjöld stangveiðamanna.

3. Þegar Samfylkingin var síðast í ríkisstjórn var veiðileyfagjaldið sem rann til þjóðarinnar næstum þrisvar sinnum hærra en það sem nú er. Hins vegar hefur nánast eina skattalækkunin sem þessi ríkisstjórn hefur ráðist í á Covid tímanum verið sú þegar ríkisstjórnin keyrði í gegn í vor sérstaka lækkun fyrir fyrirtæki sem “kaupa stór skip“.

4. Bókfært eigið fé útgerðarinnar var í fyrra um 300 milljarðar kr og hafði hækkað um 60% á 5 árum. Bókfært eigið fé er eignir mínus skuldir.

Þessi gríðarlega eignasöfnun stórútgerðarinnar hefur þau áhrif að þessir einstaklingar og erfingjar þeirra geta síðan auðveldlega keypt sér inn í önnur svið íslensks hagkerfis. Og eignast meira og minna Ísland. Ætti ekki að kjósa um þessi mál?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: