- Advertisement -

Þau afþökkuðu tíu milljarða í ríkissjóð

„Í fyrsta lagi vegna þess að þetta sýnir skýrt fram á tök bankanna á fjármálakerfinu og hvernig æðstu stjórnvöld bugta sig og beygja fyrir valdi þeirra. Staðreyndin er sú að bankarnir eru aflögufærir.“

Ásthildur Lóa Þórhallsdóttir,
Flokki fólksins.
Við erum að fá 5,9 milljarða en gætum fengið 15,3 milljarða. Þarna munar litlum 9,4 milljörðum kr.

„Í efnahags- og viðskiptanefnd bað ég fjármálaráðuneytið um að reiknað yrði út hversu miklar tekjur ríkissjóður myndi fá ef bankaskattur yrði aftur hækkaður úr 0,145% í 0,376%, sem er það sem hann var fyrir breytinguna á þarsíðasta ári,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

„Í svarinu kom fram, á minnisblaði sem nefndin fékk frá ráðuneytinu, að væri skattprósentan 0,145% mætti gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af sérstökum skatti á fjármálastofnanir, eða bankaskatti, myndu nema 5,9 milljörðum kr. En væri skattprósentan hækkuð úr 0,145% í 0,376% mætti gera ráð fyrir að tekjur af skattinum árið 2023, að öllu öðru óbreyttu, myndu nema 15,3 milljörðum kr. Við erum að fá 5,9 milljarða en gætum fengið 15,3 milljarða. Þarna munar litlum 9,4 milljörðum kr. En fjármálaráðuneytið lét ekki þar við sitja heldur taldi sig einnig þurfa að útskýra fyrir háttvirtri efnahags- og viðskiptanefnd að sennilega myndi þetta ekki virka alveg svona.

„Hér er um einfaldan útreikning að ræða miðað við óbreyttan skattstofn. Áhrif slíkrar skattahækkunar eru þó margslungnari en svo og því líklega um ofmat að ræða. Skattbyrðin leggst ekki að öllu leyti á greiðendur skattsins heldur viðskiptavini þeirra einnig. Auknar álögur á fjármálastofnanir stuðla að auknum vaxtamun og minni útlánavexti sem hefur áhrif á fleiri skattstofna, þ.m.t. ráðstöfunartekjur lántakenda. Þar að auki leggst skatturinn á skuldir stofnananna og dregur því úr hvata þeirra til að stækka efnahagsreikning sinn og auka útlán. Erfitt er að meta afleidd áhrif slíkrar skattahækkunar á aðra skattstofna utan að þau eru neikvæð fyrir tekjur ríkissjóðs og vega því að einhverju leyti gegn tekjuauka af hækkun bankaskattsins sjálfs.“

Þórhildur sagði svo:

Ástildur Lóa:

Mér þóttu þetta merkilegar pælingar hjá fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar sem í svari sínu finnur allar þær afsakanir sem til eru fyrir því að hækka ekki bankaskattinn. Mér þótti þetta merkilegt af tveimur ástæðum.

„Mér þóttu þetta merkilegar pælingar hjá fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar sem í svari sínu finnur allar þær afsakanir sem til eru fyrir því að hækka ekki bankaskattinn. Mér þótti þetta merkilegt af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að þetta sýnir skýrt fram á tök bankanna á fjármálakerfinu og hvernig æðstu stjórnvöld bugta sig og beygja fyrir valdi þeirra. Staðreyndin er sú að bankarnir eru aflögufærir. Þeir eiga fullar hirslur fjár og ættu frekar en flestir aðrir sem skattlagðir eru, án slíkra hugleiðinga um langtímaáhrif, að leggja meira til samfélagsins. Í öðru lagi er vægast sagt sjaldgæft að fjármálaráðuneytið tjái pólitíska afstöðu með þessum hætti. Sem dæmi um það má nefna tillögu Flokks fólksins um 400.000 kr. skatta- og skerðingarlaust, þar sem eingöngu kostnaður ríkissjóðs er reiknaður í fjármálaráðuneytinu en ekkert tillit tekið til þeirra tekna sem ríkissjóður myndi óumdeilanlega fá á móti. Einnig má benda á að spurningum um hver áhrif þeirra gjalda sem verið er að hækka núna á heimili og fyrirtæki eru, er einfaldlega ekki svarað. Í fyrrnefndu minnisblaði var þannig einnig svar við fyrirspurn frá mér, sem hljóðaði upp á að reiknað yrði út hversu mikill kostnaðarauki væri vegna bandormsins fyrir meðalfjölskyldu. Maður skyldi ætla að sá kostnaðarauki lægi fyrir og að hægt væri að taka dæmi af kjarnafjölskyldu, foreldrum með t.d. tvö börn. En í staðinn fékk ég þetta svar, með leyfi forseta:

„Erfitt er að áætla þann kostnaðarauka sem hlýst getur af breytingartillögum frumvarpsins án þess að gefa sér of margar forsendur. Engin leið er til þess að vita hver kostnaður „meðalfjölskyldu“ gæti verið með tilliti til t.d. neyslu á áfengi og tóbaki og hvort og hvernig bifreið/-ir hún gæti átt svo dæmi séu tekin. Þá má nefna að bifreiðir í eigu þeirra sem fá greiddan örorkustyrk, örorkulífeyri, bensínstyrk eða umönnunargreiðslur vegna örorku barna frá Tryggingastofnun ríkisins eru undanþegnar bifreiðagjaldi og þá greiða aðeins þeir sem eru á aldrinum 16–70 ára gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og sérstakt gjald vegna Ríkisútvarpsins. Breyturnar geta verið mjög margar og því engin auðveld leið til að reikna út slíkan kostnaðarauka. Þess má geta að 7,7% uppfærsla krónutölugjalda til samræmis við verðlagsspá hefur áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs og eru þau áhrif áætluð 0,2% í frumvarpinu. Þá munu fyrirhugaðar breytingar á vörugjaldi á ökutæki jafnframt leiða til 0,2% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Í því samhengi ber að líta til þess að ráðstafanir sem auka tekjur ríkissjóðs draga úr þenslu í hagkerfinu og þar með úr almennum verðbólguþrýstingi.“

Ásthildur Lóa:

Það er einfalt að draga þá ályktun að upplýsingar um áhrif bandormsins á fjölskyldur liggi ekki fyrir; að engum hafi þótt mikilvægt að rýna í þær. Hins vegar fékk ég svar um ætluð áhrif á vísitölu neysluverðs. Hvernig er hægt að leggja svona almennar hækkanir til án þess að reikna út áhrifin sem þær hafa á heimili landsins?

„Ég held að í öllum útreikningum séu gefnar forsendur, auk þess sem kannski má reikna út frá fleiri enn einni forsendu; það hefði t.d. mátt reikna út frá bindindisfólki með tvö börn yngri en 12 ára og sem á einn bíl. Ég held að þeir sem fá greidda alls kyns bifreiðastyrki falli ekki undir skilgreininguna „meðalfjölskylda“ og var ekki að biðja um útreikning á því.

Það er einfalt að draga þá ályktun að upplýsingar um áhrif bandormsins á fjölskyldur liggi ekki fyrir; að engum hafi þótt mikilvægt að rýna í þær. Hins vegar fékk ég svar um ætluð áhrif á vísitölu neysluverðs. Hvernig er hægt að leggja svona almennar hækkanir til án þess að reikna út áhrifin sem þær hafa á heimili landsins? Ósköp væri nú ánægjulegt ef heimilunum væri sýnd sama virðing og t.d. bönkunum varðandi bankaskattinn. Varðandi hann eru bein og óbein áhrif reiknuð fram og til baka og þessum smánarlega lága skatti fundið allt til foráttu, en þegar settar eru víðtækar álögur á heimilin í mestu verðbólgu síðari ára finnst fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar engin ástæða til að skoða áhrifin sem þau hafa á heimilin sem þegar eru komin fram á bjargbrúnina. Maður skyldi ætla að það væri algjört lágmark,“ sagði Ásthildur Lóa.

„Svo kom rúsínan í pylsuendanum þar sem efnahags- og viðskiptanefnd var frædd um gæði fjármálastefnunnar, því svo bættist við, með leyfi forseta: „Þannig styður ríkisfjármálastefnan við verðstöðugleika og dregur úr þörf fyrir hækkun stýrivaxta. Auk þess draga þessar ráðstafanir úr halla ríkissjóðs og gera hann þannig betur í stakk búinn að draga úr niðursveiflum framtíðar. Þessi almennu áhrif vega þyngra gagnvart efnahagslegum stöðugleika en bein áhrif verðlagsuppfærslu krónutölugjalda á vísitölu neysluverðs.“

Ásthildur Lóa:

Ósköp væri nú ánægjulegt ef heimilunum væri sýnd sama virðing og t.d. bönkunum varðandi bankaskattinn.

Ríkisstjórnin bætir svo gráu ofan á svart með því að kaupa hlut í snobbhöllinni sem Landsbankinn er að byggja við Austurbakkann

Ég nefni þetta tómlæti gagnvart fjölskyldum í landsins og tengi við bankaskattinn því það er haf og himinn á milli viðhorfa fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar, gagnvart annars vegar fjölskyldum landsins og hins vegar bönkunum. Að auki opinberar þessi samanburður hversu holur hljómur er í ríkisstjórninni og fjármálastefnu hennar. Þetta er ríkisstjórn sem hækkar álögur á heimilin eins og enginn sé morgundagurinn og hefur engar áhyggjur af vaxtagreiðslum sem hafa hækkað um 100.000–150.000 kr. á mánuði og eru að sliga fjölmörg heimili, en þykist á sama tíma hafa áhyggjur af því að hærri bankaskattur gæti leitt til hærri þjónustugjalda bankanna, þjónustugjalda sem ég efast um að fari yfir kannski 3.000 kr. á mánuði fyrir heimili, ef þá það. Í þjónkun sinni við bankana bætir ríkisstjórnin svo gráu ofan á svart með því að kaupa hlut í snobbhöllinni sem Landsbankinn er að byggja við Austurbakkann, já bara hlut, ekki einu sinni alla bygginguna, á heila 6 milljarða. En það er víst í lagi því ríkissjóður er ekki að leggja út fyrir fasteigninni, heldur ganga arðgreiðslurnar sem ríkið átti að fá aftur til bankans í þessu formi.“

Ásthildur Lóa:

Þetta leiðir til þess að fólk sem var það tekjulágt að það átti rétt á vaxtabótum á þann rétt ekki lengur því fasteignamat eigna þeirra hefur hækkað um tugi prósenta á einu ári. Hækkun á fasteignamati eykur ekki ráðstöfunarfé heimilanna.

Ásthildur hélt áfram: „Já, með beinum og óbeinum hætti erum við í raun að styrkja bankana um 15,4 milljarða á einu bretti. Í fyrsta lagi er verið að sleppa þeim við að greiða 9,4 milljarða til samfélagsins verði bankaskatturinn ekki hækkaður, og svo á að kaupa af ríkisbankanum húsnæði, sem hann hefði aldrei átt að byggja, fyrir 6 milljarða. Þetta eru samtals 15,4 milljarðar. Það er aldeilis gott að fjármunum ríkisins sé beint þangað sem þörfin er mest.

Þá komum við að öðru sem ég vil kalla styrk til bankanna í formi niðurgreiðslna frá ríkinu. Þar er ég að tala um vaxtabætur. Ég ætla að viðurkenna það hér að ég á mjög erfitt með að ræða vaxtabætur. Ég tel það í grundvallaratriðum algjörlega út í hött að ríkið sé að niðurgreiða álögur og vexti bankanna því það gerir þeim auðveldara að halda vaxtastigi háu og það gengur gegn sannfæringu minni að þeir geti rakað til sín fé í því magni að það þurfi að bæta fólki það upp og að þá komi ríkið og bæti heimilum það úr okkar eigin vösum. Bankarnir eiga einfaldlega ekki að innheimta svo háa vexti að fólk standi ekki undir þeim án ríkisstuðnings. Að þessu sögðu þá virðist vera nánast ómögulegt að snúa við þeirri skelfilegu þróun sem staðið hefur yfir í áratugi og er í hámarki um þessar mundir. Þegar þannig stendur á þurfa heimilin á þessari hjálp að halda. Auk þess hefur seðlabankastjóri bent á að það sé hlutverk Alþingis sem fer með fjárveitingavaldið að nota jöfnunartæki þess til að vernda þau sem eru viðkvæmust fyrir áhrifum hárrar verðbólgu og vaxta.

Í svari við fyrirspurn minni frá því í júní á þessu ári sagði fjármálaráðherra að hann myndi ekki hækka eignaskerðingarmörk vaxtabóta vegna hækkandi fasteignamats. Þetta leiðir til þess að fólk sem var það tekjulágt að það átti rétt á vaxtabótum á þann rétt ekki lengur því fasteignamat eigna þeirra hefur hækkað um tugi prósenta á einu ári. Hækkun á fasteignamati eykur ekki ráðstöfunarfé heimilanna. Staðan er sú að þetta fólk sem vegna lágra tekna og hárra skulda er að horfa upp á yfir 100.000 kr. hækkun afborgana húsnæðislána, auk allra þeirra hækkana sem fylgja 9,4% verðbólgu, svo ekki sé minnst á hærri fasteignaskatta og krónutöluhækkanir ríkisstjórnarinnar án þess að tekjur þeirra hafi aukist, á ekki lengur rétt á vaxtabótum af því að tala á blaði hækkaði.

Ég stend því heils hugar að sameiginlegri breytingartillögu minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar um 50% hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Ég fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið þessa breytingartillögu upp á sína arma þótt ég hefði kosið að hún, sem valdið hefur, hefði ráðist að rótum vandans sem er fyrst og fremst hinn gríðarlega hái húsnæðiskostnaður sem er að sliga einstaklinga og heimili. En ríkisstjórnin gerir ekkert til að minnka hann. t.d. með því að koma böndum á vaxtahækkanir og óhóflegar hækkanir á leiguverði. En það er önnur saga og núna þurfa heimilin þessa hjálp en við eigum að stefna að þjóðfélagi og húsnæðismarkaði þar sem engra styrkja er þörf, og að allir geti tekið þátt í okkar velmegunarsamfélagi.

Ásthildur Lóa:

Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fé sé tekið úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstri hjúkrunarheimila og í þeim bandormi sem við ræðum hér er það útfært með því að leggja til framlengingu á bráðabirgðaákvæði sem hefur áður verið framlengt níu sinnum. Það fer þvert gegn upphaflegum tilgangi framkvæmdasjóðsins.

Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að fé sé tekið úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af rekstri hjúkrunarheimila og í þeim bandormi sem við ræðum hér er það útfært með því að leggja til framlengingu á bráðabirgðaákvæði sem hefur áður verið framlengt níu sinnum. Það fer þvert gegn upphaflegum tilgangi framkvæmdasjóðsins. Í lögum um málefni aldraðra segir um framkvæmdasjóðinn:

„Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagdvala, að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagdvalar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu.“

Við í Flokki fólksins munum því að sjálfsögðu leggjast gegn þessari ráðagerð. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem slík bráðabirgðaákvæði eru framlengd aftur og aftur þegar væri kannski nær að festa þau varanlega í sessi svo fólk sem reiðir sig á þau þurfi ekki að lifa milli vonar og ótta ár frá ári um hvort þau verði framlengd aftur á næsta ári. Ég mælist til þess að reynt verði að innleiða betri vinnubrögð hvað þetta varðar. Auk þess er ljóst að það er gríðarlega mikil þörf á uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og því engan veginn réttlætanlegt að taka fé úr þessum mikilvæga sjóði til reksturs þeirra. Þar þurfum við að finna aðrar leiðir. Það væri t.d. hægt að komast töluvert langt með því að setja þá 15,4 milljarða, sem ríkisstjórnin er að færa bönkunum að gjöf, sem fyrsta innlegg í sjóð til að standa undir rekstri hjúkrunarheimila, þ.e. ef bankarnir þurfa ekki meira á þessu fé að halda. Kannski fjármálaráðherra þurfi að spyrja þá leyfis fyrst?

Ég er einnig með breytingartillögu um að rafræn áskrift að Lögbirtingablaðinu verði gjaldfrjáls. Lögbirtingablaðið er engin skemmtilestur og fáir ef nokkrir, utan fyrirtækja á fjármálamarkaði og opinberra aðila, hafa nokkra ástæðu til að lesa það að staðaldri. En þegar einstaklingar lenda í þannig erfiðleikum að tilkynnt sé um það í Lögbirtingablaðinu þurfa þeir að hafa óheftan aðgang að því. Einnig má færa sterk rök fyrir því að þetta sé einfaldlega upplýsingasíða sem eigi að vera öllum opin, enda um opinberar upplýsingar að ræða.

Ásthildur Lóa:

Breytingartillaga mín felur m.a. í sér að stimpilgjöld verði felld niður af kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Allir þurfa að eiga heimili og fæstir hafa efni á nema einu slíku. Það er alveg óþarfi að ríkið sé að leggja aukin skatt á fólk sem er að kaup íbúð til eigin nota, hvort sem það er fyrstu kaupendur eða ekki.

Stimpilgjöld eru skattur sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir fólk sem er að takast á við stærstu skuldbindingar lífsins. Breytingartillaga mín felur m.a. í sér að stimpilgjöld verði felld niður af kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Allir þurfa að eiga heimili og fæstir hafa efni á nema einu slíku. Það er alveg óþarfi að ríkið sé að leggja aukin skatt á fólk sem er að kaup íbúð til eigin nota, hvort sem það er fyrstu kaupendur eða ekki. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa oft lagt fram frumvörp sem ganga lengra en þetta og myndu afnema stimpilgjöld með öllu af kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Ég hef aftur á móti ákveðið að afmarka mína tillögu við íbúðarhúsnæði til eigin nota. Þannig myndu þeir sem eiga fleiri en eina íbúð, og eru í raun að fjárfesta, áfram þurfa að greiða stimpilgjöld, en þeim sem eingöngu eru að koma sér þaki yfir höfuðið væri hlíft við þessum óréttmæta skatti á þá lífsnauðsyn sem húsnæði vissulega er. Jafnframt myndi það stuðla að auknum hreyfanleika á húsnæðismarkaði og lækka þröskuldinn fyrir ungt fólk sem er að reyna að komast inn á húsnæðismarkaðinn.

Ásthildur Lóa:

Við í minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar erum algjörlega mótfallin hækkun áfengisgjaldsins. Þetta er eitt af mörgum málum þar sem fjármálaráðuneytið horfir aðeins á tekjuhlið mála en gleymir öllum hliðaráhrifum, eins og t.d. því að hækkun á áfengisgjaldi í Fríhöfninni muni færa verslunina á erlenda flugvelli þar sem engin íslensk merki eru í boði og Fríhöfnin er mjög mikilvæg fyrir innlenda framleiðendur.

Við í minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar erum algjörlega mótfallin hækkun áfengisgjaldsins. Þetta er eitt af mörgum málum þar sem fjármálaráðuneytið horfir aðeins á tekjuhlið mála en gleymir öllum hliðaráhrifum, eins og t.d. því að hækkun á áfengisgjaldi í Fríhöfninni muni færa verslunina á erlenda flugvelli þar sem engin íslensk merki eru í boði og Fríhöfnin er mjög mikilvæg fyrir innlenda framleiðendur. Isavia varar eindregið við lækkun áfengisgjalds, ekki síst eftir tvö erfið ár, og bendir á að sala í Fríhöfninni þurfi ekki að dragast saman um meira en 25% til að allir tapi, bæði framleiðendur og Isavia, en einnig ríkissjóður. Fleiri rök mætti telja til en alveg sama hvað manni finnst um áfengi þá er hér um að ræða vaxandi iðngrein á Íslandi og fulltrúar hennar sem komu fyrir nefndina færðu góð rök fyrir máli sínu og sannfærðu okkur í minni hlutanum algjörlega um að þessi aðgerð væri ekki aðeins tímaskekkja, ekki síst eftir erfiðleikana sem Covid olli víða í þessum geira, heldur að hún ætti engan veginn

Einnig langar mig að nefna bifreiðagjöld sem ríkisstjórnin ætlar að hækka um rúmlega 100% á milli ára, úr 15.000 í 30.000 kr. Þar sem þessari hækkun er ætlað að bæta tekjutap ríkisins vegna rafmagnsbíla sem ekki greiða há bensíngjöld væri réttara að beina þessum hækkunum að eigendum þeirra eða þá að lækka bensíngjöldin á móti til að jafna þessar byrðar. Þeir sem það geta hafa sennilega flestir skipt yfir í rafmagnsbíla. Þeir sem enn eru á bensínbílum eru þeir sem hafa ekki efni á bíl sem kostar 5 milljónir eða meira, og hafa þannig ekki heldur getað nýtt sér niðurfellingu vörugjalda eða neinar aðrar ívilnanir. Þetta fólk hefur þvert á móti tekið á sig allan kostnað við gatnakerfið og eldsneytishækkanir á meðan eigendur rafmagnsbíla hafa verið stikkfrí. Með fullri virðingu fyrir orkuskiptum og markmiðum okkar í loftslagsmálum þá erum við að ræða hér um fólk í lægstu tekjutíundunum. Er ekki kominn tími til að þetta fólk fái einhverjum álögum létt af sér sem umbun fyrir áralanga þolinmæði?

Ásthildur Lóa:

Við vorum að selja hluta af banka fyrir 54 milljarða. Þar með er sá hlutur frá þeirri mjólkurkú farinn í hendur fjárfesta, sem munu mjólka heimili landsins og fleyta til sín rjómanum af mjólkinni næstu ár og áratugi. Í því samhengi verður að benda á að bara með því að hækka bankaskatt upp í 1%, myndum við, íslenska þjóðin, fá yfir 30 milljarða í ríkiskassann.

Ég furða mig á því hversu brattar hækkanir ríkisstjórnarinnar eru í þessum fjárlögum. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru en það er eins og það sé enginn skilningur á því hversu erfið staðan er á heimilum sem eru undir meðaltekjum. Þvert á móti er einblínt á meðaltöl sem í raun segja okkur eingöngu það að hér á landi búi margir sem hafi gríðarlega mikið á milli handanna og finna því lítið fyrir verðbólgu, vaxtahækkunum eða öðrum hækkunum sem á okkur hafa dunið. Ég get vel unað þessu fólki að hafa meira en nóg, en það má ekki gleymast að á hinum endanum er fólk sem nú berst fyrir heimili sínu og lífi í mikilli örvæntingu. Það fólk er ekki minna virði en þeir sem mikið hafa. Stundum virðist þurfa að minna þá sem valdið hafa á það, svo sorglegt sem það er. Hafandi sjálf upplifað örvæntinguna sem fylgir yfirvofandi heimilismissi, á meðan maður reynir af öllum mætti að halda í vonina um að lausnin sé handan við hornið, þá finn ég virkilega til með þessum einstaklingum, sem nú reyna að setja upp gleðigrímuna fyrir börnin sín yfir jólin. Það er því miður ekkert fyrir þetta fólk í þessu frumvarpi. Þvert á móti eru þessar hækkanir að fara að þyngja lífið enn meira, auk þess að fara beint í vísitöluna á meðan ríkisstjórnin segir í hinu orðinu að hún sé að berjast við að lækka verðbólgu. Veruleikafirringin er þannig algjör.

Að lokum vil ég segja að það þarf að fara að forgangsraða fyrir fólkið í landinu í stað þess að forgangsraða alltaf í þágu fjármagnseiganda, banka og stórfyrirtækja sem öll hafa hagnast gríðarlega og umfram væntingar undanfarin ár og ekki síst á þessu og síðasta ári. Við vorum að selja hluta af banka fyrir 54 milljarða. Þar með er sá hlutur frá þeirri mjólkurkú farinn í hendur fjárfesta, sem munu mjólka heimili landsins og fleyta til sín rjómanum af mjólkinni næstu ár og áratugi. Í því samhengi verður að benda á að bara með því að hækka bankaskatt upp í 1%, myndum við, íslenska þjóðin, fá yfir 30 milljarða í ríkiskassann. Hugsið ykkur hvernig væri ef þeim fjármunum væri beint inn í heilbrigðiskerfið. Og á næsta ári fengjum við eitthvað svipað og værum þá búin að fá u.þ.b. 60 milljarða, eða meira en það verð sem við fengum fyrir þennan hlut bankans, sem sumir töldu nauðsynlegt að selja til að rétta hlut ríkisfjármála. Staðan er þannig núna að Seðlabankinn stendur fyrir því að veita fjármunum heimilanna til bankanna og þar með beint í hendur fjárfesta, engum til gagns, en það má samt ekki hrófla við þeim. Og það þykir meira að segja of mikið að láta bankanna greiða minna en 0,4% bankaskatt til samfélagsins, eins og breytingartillaga mín felur í sér. Ég lagði sömu tillögu fram í fyrra og ekki einn einasti flokkur studdi hana þá. Sem betur fer hafa sumir flokkar áttað sig, a.m.k. að hluta, en ég á því miður ekki von á að tillaga mín um að færa bankaskattinn í það sem hann var fyrir lækkun, 0,376%, verði samþykkt. Það liggja 30 milljarðar í bönkunum sem hægt væri að sækja en í staðinn eru álögur auknar á heimilin. Ég hef algjöra skömm á þessari forgangsröðun.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: