Gunnar Smári skrifar:
Það sést ágætlega á erindunum og pallborðinu hvað auðvaldið er sátt við millistéttafemínismann. Hér eru þrjár konur að tala um fisk, þar af ein sem er formaður félags kvenna í sjávarútvegi. En þarna er ekkert verkafólk, engir sjómenn, engir innflytjendur sem halda greininni gangandi, engir smábátasjómenn, engir smáframleiðendur og öngvir aðrir en fulltrúar auðvaldsins og háskólafólk sem eru þeim þóknanlegt. En út frá kynjagleraugunum er þetta mikil framför frá þeim tíma að aðeins karlar töluðu um slorið. En í millitíðinni hafa allar stéttir nema auðstéttin verið þurrkaðar út.