Þarf Samfylkingin annað hrun?
Gunnar Smári skrifar:
Eftir að hafa gefið einakfyrirtækjum eftir skipulagsvaldið og alla stjórn uppbyggingar borgarinnar með hörmulegum árangri (ekkert byggt fyrir fólk í húsnæðiskreppu en dýrum blokkaríbúðum sem enginn vill kaupa hrannað upp) heldur meirihlutinn í Reykjavík áfram og semur nú við braskara og spákaupmenn um áframhaldandi spilavítis-skipulag. Hvað þarf til að Samfylkingarfólk láti af markaðstrú sinni? Annað Hrun? Dýpri húsnæðiskreppu? Fleiri tómar lúxusíbúðir?
Um Obama Bandaríkjaforseta var sagt að hann hefði sótt atkvæði í kjördæmi þeirra sem þráðu breytingar og réttlæti en að hann hafi strax að afloknum kosningum snúið sér að sínu raunverulega kjördæmi, Wall Street, og þjónað því einkar vel. Það er augljóst að meirihlutinn í Reykjavík telur sig fyrst og fremst þurfa að að hlusta á og þjóna kjördæmi lóðabraskara, verktaka, leigufélaga og annarra okrara og spákaupmanna.