- Advertisement -

Þarf að skipta Svandísi út?

Er ráðherra kannski bú­inn að kom­ast að því hvað er fyr­ir utan boxið? Gam­an væri að fá upp­lýs­ing­ar um það.

„Ef svo er þarf að skipta um heil­brigðisráðherra og fá til starfa ráðherra sem lif­ir í raun­heimi, heil­brigðisráðherra sem hef­ur skiln­ing á stöðu ljós­mæðradeil­unn­ar og vilja og umboð til að leysa hana,“ skrifar Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í grein sem birt er í Mogganum í dag.

Þorsteinn skrifar um tvöfalt heilbrigðiskerfi og eins skýtur hann föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann bendir á hversu margt veikt fólk hefur leitað sér lækninga utan opinbera kerfisins.

„Nú eru liðnir tæp­ir átta mánuðir síðan ráðherr­ann lagði upp í leiðang­ur til björg­un­ar ís­lensku heil­brigðis­kerfi. Á þeim tíma hef­ur ráðherr­ann farið um líkt og ljár í túni. Í ljáfar­inu liggja nú þegar Hug­arafl, SÁÁ, Krabba­meins­fé­lagið, Ka­ritas og park­in­sons­sjúk­ling­ar svo fáir séu nefnd­ir. Auk þess hef­ur ráðherra heil­brigðismála ekk­ert lagt fram til að leysa kjara­deilu ljós­mæðra og rík­is­ins held­ur talað niður til þess­ar­ar rót­grónu kvenna­stétt­ar með svipuðum hætti og hún hef­ur sjálf kallað „frekjukallapóli­tík“,“ skrifar þingmaðurinn.

Þorsteinn skrifar: „Ljós­mæðradeil­an er orðin svo al­var­leg og hef­ur svo al­var­leg áhrif að það er með ólík­ind­um að heil­brigðisráðherra skuli ekki hafa stigið fram og tekið þátt í að leysa deil­una. En kannski hef­ur heil­brigðisráðherra ekki færi til þess. Kannski set­ur fjár­málaráðherra henni stól­inn fyr­ir dyrn­ar. Kannski er heil­brigðisráðherra í hlut­verk­inu „Ég, ef mig skyldi kalla“ í rík­is­stjórn­inni.“

Þorsteinn spyr hvort ekki þurfi að fá Heil­brigðisráðherra sem skil­ur að nefnda­störf og starfs­hóp­ar stytta ekki biðlista, sem skil­ur að starfs­hóp­ar lækna ekki sjúka, sem skil­ur að nú þarf aðgerðir en ekki starfs­hópa. Heil­brigðisráðherra sem skil­ur að fjöl­breytt úrræði eru af hinu góða, sem skil­ur að starf­semi frjálsra fé­laga­sam­taka og sjálf­stætt starf­andi lækna er ekki ógn held­ur nauðsyn­leg­ur hlekk­ur í betri þjón­ustu og betri og skjót­ari bata þeirra sem allt þetta snýst um, sjúk­ling­anna!

Og svo þetta: „Því er nauðsyn­legt að spyrja heil­brigðisráðherra: Hversu marg­ir sjúk­ling­ar sem leita sér bata á einka­rekn­um stof­um/​klíník­um eru nógu marg­ir til að hér telj­ist vera tvö­falt heil­brigðis­kerfi? Sjö­tíu? Eitt hundrað? Hver er tal­an, hæst­virt­ur heil­brigðisráðherra? Og nú duga ekki orðal­eppa­svör eða að kíkja út fyr­ir boxið. Er ráðherra kannski bú­inn að kom­ast að því hvað er fyr­ir utan boxið? Gam­an væri að fá upp­lýs­ing­ar um það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: