Síðdegis á morgun förum við til Spánar. Ágætis veðurspá er fyrir næstu daga. Síðan á að rigna í tvo til þrjá daga. Hitinn verður með ágætum. Hann fer aldrei undir tíu stig, nema þá nætur. Við vorum á Spáni síðasta vetur. Þá var veðrið betra en nú.
Miðjunni verður viðhaldið. Að sjálfsögðu. Aðsóknin hefur ekki áður verið meiri. Tíminn úti verður notaður til að huga að miklum breytingum á síðunni. Hér ríkir eftirvænting. Viss erum við að Miðjan breytist og batni. Slagorðið okkar er „Nýjar fréttir alla daga“.
Það er munaður að geta verið hluta af vetrinum í landinu heita. Það er ekki bara veðrið og verðið sem er gott á Spáni. Spánverjar eru flestir í fínasta lagi.