- Advertisement -

Þar sem þröngsýnin gengur í erfðir

„Hug­mynd­in um fjölg­un op­in­berra starfa til að koma okk­ur út úr þessu ástandi er vissu­lega ein­hver sú versta sem fram hef­ur komið. Það er ekki síst vegna þess að op­in­ber störf eru orðin allt of mörg. Þeim verður að fækka til að veita at­vinnu­líf­inu og þar með verðmæta­sköp­un­inni eðli­legt svig­rúm.“

Þannig endar Hádegismóaritstjórinn Staksteina dagsins. Þá er spurt; verður ekki verðmætasköpun til með störfum hjá hinu opinbera? Eða eru menn bara að rugla?

Ætli sjúkrahúsin skapi ekki meiri verðmæti en nokkur annar vinnustaður. Það eru aldeilis verðmæti þegar tekst að koma veiku fólki eða slösuðu aftur til starfa, til þátttöku í samfélaginu. Geta aðrir  boðið betur?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og hvað með menntakerfið? Alla skólana? Fæst ekki verðmætasköpun með aukinni menntun? Hvaða rugl er þetta eiginlega? Ritstjórinn vitnar til formanns flokksins, Bjarna Ben, sem sagði um þá hugmynd að ríkið fjölgaði starfsfólki í því árferði sem hér er:

„Þetta er ein­hver versta hug­mynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stór­fjölga op­in­ber­um störf­um.“

Þröngsýnin gengur greinilega í erfðir í Valhöll.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: