Fréttir

„Það verður fjör hjá okkur í haust“

By Ritstjórn

February 09, 2022

„Nú eru launahækkanir helsta orsök hækkunar húsnæðisverðs. Ekki er einu orði beint að framboðsskorti. Eftir að hafa hlustað á rök peningastefnunefndar fyrir 0,75% hækkun stýrivaxta er ég engu nær. Helstu rökin fyrir hækkun stýrivaxta voru miklar hækkanir á heimsmarkaðsverði á hrávöru og olíu, flutningum, og staðan á húsnæðismarkaði,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

„Nú stefnir í að arðgreiðslur fyrirtækja, og uppkaup eigin bréfa fari um og yfir 200 milljarða á þessu ári. Arðsemiskrafa bankanna og hagnaður þeirra er í hæstu hæðum.

Það verður fjör hjá okkur í haust þegar sérhagsmunaöflin og talsfólk þeirra byrja að predika ábyrgðar og stöðugleikasálmana yfir launafólki.“