- Advertisement -

Það verður ekki á okkur vitleysan login

Björn Valur Gíslason, fyrrum þingmaður VG og nú skipstjóri. skrifaði þetta:

Fyrir nokkrum árum sat nokkuð stór hópur Íslendinga við morgunverðarborð á veitingahúsi á Kanarí og gæddi sér á eggjum og svínafleski. Hópurinn ályktaði svo gegn því að þannig fæða yrði flutt til Íslands enda gæti það farið illa í Íslendinga á Íslandi að borða slíkan mat.

Nú er sagt að meirihluti þúsunda Íslendinga sem dvelja í góðu yfirlæti á Spáni og njóta gestrisni heimafólks, hafi stutt stjórnmálaflokk sem vill loka landamærum Íslands fyrir útlendingum og jafnvel segja Ísland frá samkomulagi þjóða um ferðafrelsi milli landi enda stafi Íslendingum á Íslandi hætta af útlendingum öðru fremur.

Það verður ekki á okkur vitleysan login.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: