Milljarðarnir streyma frá almenningi til þessara auðkýfinga í formi arðs af auðlindinni.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Nei hætti þið nú alveg! Viti þið af hverju ríkisstjórn ætlar að lækka veiðigjöldin meira en til stóð? Willum Þór formaður fjárlaganefndar segir ástæðuna tvíþætta. „Önnur er sú að afkoma greinarinnar á síðasta ári hafi ekki verið sérstaklega góð í sögulegu samhengi. Hin sé sú að útgerðin hafi fjárfest mikið, sem sé jákvætt fyrir alla til framtíðar. Sú fjárfestingin hefur áhrif á veiðigjaldið til lækkunar.”
Ef afkoman er verri hvernig í ósköpunum stendur á því að kvótakóngarnir greiða sér nú arð sem aldrei fyrr! Milljarðarnir streyma frá almenningi til þessara auðkýfinga í formi arðs af auðlindinni. Og hvers vegna í fjandanum erum við að borga þegar þessum mönnum dettur í hug að fá sér ný skip og önnur tól og tæki til að klassa sig upp. Ekki fær hann Gummi sem á smáfyrirtæki lækkun á öllum greiðslum til ríkisins þegar hann kaupir nýjar græjur fyrir reksturinn.
Nei það verður að stoppa af þennan stórkostlega þjófnað af þjóðinni. En það gerist ekki meðan þessi ríkisstjórn er við völd!