- Advertisement -

Það verður að stöðva ríkisstjórn Bjarna

Sigurjón M. Egilsson:

Það er sama hvert er litið. Það er skítaskömm af þessu öllu, innviðum, efnahag, menntun og svo má eflaust lengi telja.

Leiðari Í kjarkleysi leitar Mogginn til Viðskiptablaðsins til að koma höggi á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Í leiðara Viðskiptablaðsins er hörð gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórna Bjarna og Katrínar.

Í leiðara Viðskiptablaðsins, sem Mogginn endurbirtir, segir meðal annars:

„Hvað þá að benda megi á rík­is­fjár­mál­in, sem hafi ein­kennst af stjórn­lausri út­gjalda­aukn­ingu í tíð þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar. Það sé ekki til marks um aðhald að hægja á út­gjalda­aukn­ingu í fjár­lög­um og rík­is­fjár­mál­in stuðli áfram að þenslu og verðbólgu. Svo muni skulda­söfn­un rík­is­ins skerða lánskjör fólks og fyr­ir­tækja um langt skeið, jafn­vel þó svo vext­ir lækki.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er eflaust allt hárrétt. Ekki nóg með það. Staðan er svo skelfileg að það verður að grípa til aðgerða. Stoppa þessa taumlausu ríkisstjórn. Eignir fólks brenna upp, dag eftir dag. Sama má eflaust segja um þau fyrirtæki sem hafa ekki tök á að koma eigin efnahag úr landi.

Sigurður Ingi Jóhannsson er núverandi fjármálaráðherra. Hann var áður samgönguráðherra. Þar skilur hann eftir sig allt í kalda koli. Margir vegir eru vægast sagt lífshættulegir.

Það er sama hvert er litið. Það er skítaskömm af þessu öllu, innviðum, efnahag, menntun og svo má eflaust lengi telja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: