- Advertisement -

Það verða átök um kvótakerfið

Katrín Baldursdóttir skrifar:

„En af því að Framsóknarmenn stóðu að fyrirtækjum sem líka voru skuldug upp í rjáfur þá höfnuðu þeir hugmyndinni um þjóðnýtingu.“

Nú þegar stefnir í harða baráttu um breytingar á kvótakerfinu, enda 64% landsmanna á móti því, er ekki úr vegi að rifja upp að verkalýðshreyfingin tók í árdaga afstöðu í sjávarútvegsmálum. Þannig var samþykkt á sameiginlegu þingi Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins árið 1936 að þjóðnýta skyldi stórskuldugar útgerðir landsins, sem þá voru að sliga bankana. Útgerðarfélögin átti að setja undir sameiginlega stjórn, sem skipuð væri ríkisstjórninni (stjórn hinna vinnandi stétta) og átti verkalýðssamtökin að eiga þar fulltrúa, sem er mjög merkilegt. Þarna voru ekta vinstri menn á ferð.

Framsóknarmenn í stjórninni höfnuðu þessu jafnvel þó þeir vildu sjá hið stórskulduga útgerðarfélag Kveldúlf, sem var í eigu Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokksins og fjölskyldu hans, tekið úr höndum fjölskyldunnar. En af því að Framsóknarmenn stóðu að fyrirtækjum sem líka voru skuldug upp í rjáfur þá höfnuðu þeir hugmyndinni um þjóðnýtingu. Þessi fyrirtæki voru Samband íslenskra samvinnufélaga og Sláturfélagið.

Það er spennandi að hugsa til þess með hvaða hætti sjávarauðlindin verður tekinn úr höndum þeirra fáu manna sem raka saman peningum með því að stela arðinum af henni. Það verður vonandi fljótt ef sósíalistar fá einhverju ráðið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: