- Advertisement -

Það var hann Bjarni, Bjarni Ben

Jón Þór Ólafsson skrifaði:

„Hver sparkaði hjúkrunarfræðingum í kjaradóm síðasta sumar og samþykkti lög á verkföll þeirra 2015? – Bjarni Ben.“

„Hver sparkaði hjúkrunarfræðingum í kjaradóm síðasta sumar og samþykkti lög á verkföll þeirra 2015? – Bjarni Ben.“

Skortur á mönnun í heilbrigðiskerfinu er skortur á fjármagni til að hækka launin, fá fleira starfsfólk, minnka álagið. Þetta veit Bjarni vel. Og hver réð því að ekki var sett nóg fjármagn til að semja við hjúkrunarfræðinga í miðjum heimsfaraldri? – Bjarni Ben. Hver sparkaði hjúkrunarfræðingum í kjaradóm síðasta sumar og samþykkti lög á verkföll þeirra 2015? – Bjarni Ben.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Heilbrigðisþjónusta er í hættu og frelsi landsmanna skert af óþörfu því Bjarni Ben hefur sem fjármálaráðherra neitað að fjármagna m.a. laun heilbrigðisstarfsfólks nógu vel til að fá nógu margt fólk með þá menntun til starfa. 

Það hefur sjaldan eða jafnvel aldrei áður verið jafn gott tækifæri til að endurreisa heilbrigðiskerfið. Og það verður aðeins gert ef Bjarni Ben missir völdin yfir ríkisfjármálunum.

Kjósum að endurreisa heilbrigðiskerfið okkar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: