Í Mannamálum Sigmundar Ernis á Hringbraut talaði hann við Ingu Sæland. Þátturinn var sýndur í gærkvöld, en bar þess merki að vera ekki splunkunýr, en alls ekki mjög gamall. Þau töluðu meðal annars um Klaustursmálið og afleiðingar þess fyrir flokk Ingu, Flokk fólksins.
Sigmundur Ernir spurði Ingu einnig um atvikið þegar hún brást í grát í kosningasjónvarpinu. Inga sagðist hafa átt erfitt þegar hver af öðrum hafi leiðtogar flokkanna lofað öllu fögru til handa þeim sem verst standa í samfélaginu. Hún sagði innihaldslausa lofræðu Bjarna Benediktssonar hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Og hún féll í grát.
Eftir þáttinn vék Sigmundur Davíð sér að henni og sagði þetta gott hjá henni. „Náðir í 500 atkvæði með þessu.“
Í samtali þeirrar Ingu og Sigmundar Ernis kom fram að Inga hafði þá ekki svo mikið sem heilsað þeim Karli Gauta og Ólafi Ísleifssyni, brottreknum úr flokki Ingu, og hún sagði Klausturmálið erfitt fyrir alla þingmenn og nærvera Klaustursfólksins einstaka vonda.