- Advertisement -

„Það þarf tvímælalaust að fjölga þingmönnum“

Við glímum við seinkun um heilt ár eða jafnvel meira út af skemmdarverkastarfsemi ríkisstjórnarinnar á grunninnviðum nýsköpunar.

„Það þarf tvímælalaust að fjölga þingmönnum,“ sagði Björn Leví Gunnarsson.

„Hér glímum við við skort á framtíðarsýn. Ef við förum í einfaldleika málsins, efnahagsmál, fyrir fólk hérna fyrir utan og hér á þingi líka, þá snúast efnahagsmál um þak yfir höfuðið, mat í magann og hæfilegan afgang. Það er ekki mikið flóknara en það þegar allt kemur til alls,“ sagði Björn Leví.

„Staðan er sú að hér erum við í hagkerfi eftir faraldur þar sem vonast var eftir að faraldurinn yrði stuttur og var skipulagt samkvæmt því. Ekkert plan B. Það átti bara að bregðast við jafnóðum. En viðbrögðin hafa skilað okkur atvinnuleysi hjá 20.000 manns. Það eru viðbrögðin sem verið hafa jafnóðum, ekki mikið meira en það. Aðgerðir hafa verið handahófskenndar án nokkurra greininga um áhrif þeirra, hlaupið er til, ýmsum fyrirtækjum er reddað sem nú greiða sér arð og bónusa. Svo ónákvæmar hafa aðgerðirnar verið. Sumar hafa haft mjög jákvæð áhrif á meðan önnur úrræði hafa alls ekki verið nýtt, og síðan hin, þar sem ýmsir hafa fengið pening sem þurftu ekki á því að halda. Nýsköpunin var lykillinn út úr kófinu fyrir ári síðan, eins og við Píratar bentum á, og er það í rauninni enn. En við glímum við seinkun um heilt ár eða jafnvel meira út af skemmdarverkastarfsemi ríkisstjórnarinnar á grunninnviðum nýsköpunar. Píratar vilja sá fræjum nýsköpunar út um allt land, gera sveitarfélag sjálfbær til að sinna þjónustu og geta stutt við alls konar atvinnustarfsemi, ekki bara atvinnustarfsemi sem þarf steypu, fermetra og útsvarstekjur. Við þurfum að byggja upp frá rótum, nýjum rótum, í fjölbreyttum garði. Við viljum blómlegan garð og fjölbreyttan, jafnvel upphitaðan, því að við viljum hugsa stórt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: