- Advertisement -

Það þarf annað fólk til að stjórna landinu

Vigfús Ásbjörnsson skrifar:

Nú blasir við 30.000 manna atvinnuleysi um áramótin. Á hvaða vegferð er þessi ríkisstjórn? Jú, kvótasetja grásleppu og fækka þar með störfum, skera niður til strandveiða samkvæmt stjórnarfrumvarpi sjávarútvegsráðherra í stað þess að tryggja 48 daga á bát eða frjálsar handfæraveiðar. Engan kvóta á grásleppu og allar aflaheimildir innan 5,3% ríkisins eiga að renna inn í strandveiðikerfið. Við verðum að tryggja hér aðgengi þjóðarinnar að nýtingu sinna eigin auðlinda og þar með efla atvinnu í stað þess að sjá til þess að hér verði enginn atvinna eins og þessi ríkisstjórn viðist vera á góðri leið með að gera. Það þarf annað fólk til að stjórna landinu áður en skaðinn verður slíkur að það verður aldrei aftur snúið, skammist ykkar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: