Stjórnmál

Það sem átti aldrei að fyrirgefa

By Miðjan

September 28, 2020

Sjá fréttaskýringu.

„Fyrir nákvæmlega 10 árum samþykkti meirihluti Alþingis að höfða refsimál á pólitískum grundvelli gegn fyrrverandi forsætisráðherra. Ákveðinn hópur stjórnmálamanna ákvað að færa stjórnmálabaráttuna yfir á nýtt svið með því að krefjast refsinga yfir öðrum stjórnmálamönnum vegna pólitískra ákvarðana. Það var fordæmalaust þegar það var gert – og verður vonandi aldrei notað sem fordæmi,“ skrifar Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, fyrr í dag.

Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði við mig þegar ég var Sprengisand, að hann myndi aldrei fyrirgefa þeim þingmönnum sem sendu Geir H. Haarde fyrir landsdóm.