Fyrr í kvöld varð alvarlegt umferðaslys þegar bifreið fór utanvegar við Hólabak. Það vildi svo heppilega til að lögreglumaðurinn Höskuldur Birkir Erlingsson, búsettur á Blönduósi var á norðuleið og bíllinn var fyrir framan hann þegar atburðurinn átti sér stað.
Höskuldur lýsir þessu á Facebook síðu sinni:
Þau gera ekki boð á undan sér slysin ! Ég var að koma að sunnan á mínum einkabíl í mínum frítima ( sumsé ekki að vinna ) og dreg uppi lest með 6 bílum við Staðarskála. Ók á eftir þeim norður. Við Hólabak lendir skyndilega ein bifreiðin sem að ég er á eftir utan vegar og veltur. Þarna varð ég að taka stjórn á vettvangi þar sem að einungis einn af á þriðja tug manna talaði ensku sem og að hlúa að slösuðum og vera í sambandi við 112. Ég vonaði bara að sjúkraflutningamenn okkar væru enn við störf þar sem að þetta var stórt útkall og síðustu fréttir voru að illa gengi að fá stjórnvöld til að semja við þá
Samkvæmt frétt á vísir.is mun aðeins tveir sjúkraflutningamenn koma til með að sinna sjúkraflutningum í Austur-Húnavatnssýslu frá lokum þessarar viku, þegar fimm aðrir láta af störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á von á fleiri uppsögnum víðar á landinu á næstunni.