Fréttir

Það munar um 120 störf

By Miðjan

July 27, 2014

Atvinnumál Þegar væntanlegt iðjuver á Bakka við Húsavík hefur starfsemi sína verður búið að gera ýmislegt til að svo verði. Það þarf höfn og hún verður gerð, það þaf jarðgöng undir Héðinshöfða, vegalagningu, virkjanir og fleira. Þegar allt þetta hefur verið gert og iðjuverið verður risið hefst starfsemi sem mun veita 120 manns atvinnu. Það munar um minna.

Á Húsavík er rekin blómleg ferðaþjónusta. Þar ber mest á hvalaskoðuninni. Eftir því sem best er vitað varð að gera flotbryggju svo hvalaskoðanabátar geti athafnað sig með sóma í höfninni. Það þurfti enga höfn, engin jarðgöng, enga vegalagningu, engar virkjanir og fátt annað. Við hvalaskoðunina starfa um 120 manns. Það munar um minna.

Meira um þetta í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni klukkan tíu í dag.