- Advertisement -

Það má nýta 16.500 milljónir betur

16,5 milljarðar ríkisábyrgð er fyrst og fremst styrkur til lánardrottna Icelandair.

Gunnar Smári skrifar:

Um hvað snýst þetta? 16,5 milljarðar ríkisábyrgð er fyrst og fremst styrkur til lánardrottna Icelandair. Ef ekki kæmi þetta framlag, sem virkar eins og hlutafjárframlag án atkvæðaréttar að aðkomu að félaginu, þá þyrftu lánardrottnar að horfast í augu við staðreyndir, að hluti þess sem þeir hafa lánað til félagsins er glatað og annað hvort er að gera félagið upp eða að breyta hluta af lánunum í hlutafé. Með þessari gjöf ríkisstjórnarinnar þurfa þeir að gera hvorugt, geta vænst þess að fá allt sitt til baka með tímanum.

Af hverju er ríkissjóður að standa í þessu? Yrði einhver samfélagslegur skaði af því að lánardrottnar Icelandair tapi fé? Nei, alls ekki. Frá sjónarhóli almennings er þessi gjöf til lánardrottna tilgangslítil. Og það er öruggt að það má nýta 16.500 milljónir króna betur. Þetta eru árslaun um 3300 manns á lægstu launum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: