- Advertisement -

Uppfært: Borga allt að 73% jaðarskatt

200 þús. krónum hærri greiðslur frá lífeyrissjóði skila bara 12.320 krónum hærri ráðstöfunartekjum.

Gylfi Magnússon: „Er svo einhver hissa á því að kvartað sé undan tekjutengingum bótakerfisins?“

Gylfi Magnússon skrifar: Jæja, hvað haldið þið nú að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega sem er með 500 þús. krónur á mánuði frá lífeyrissjóði séu í samanburði við annan sem er með 300 þús. krónur á mánuði frá lífeyrissjóði? Svarið kom mér verulega á óvart – 200 þús. krónum hærri greiðslur frá lífeyrissjóði skila bara 12.320 krónum hærri ráðstöfunartekjum.

Skýringin er annars vegar skattlagning og hins vegar tekjutengingar almannatrygginga.

Sá fyrri, sem fær meira úr lífeyrissjóði, fær 113.800 krónum minna frá Tryggingastofnun og borgar 73.880 krónum meira í skatt. Samtals fær því ríkið 187.680 krónur af þessum 200 þús. sem munar á lífeyrissjóðsgreiðslunum. Það jafngildir 93,8% skatthlutfalli. Er svo einhver hissa á því að kvartað sé undan tekjutengingum bótakerfisins?  Fengið af Facebooksíðu Gylfa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Uppfærsla

Villa í reiknivél TR

Reikningarnir reyndust ekki réttir.

Gylfi bætir við:

„Held ég sé búinn að finna villuna í reiknivél TR. Hún reiknar persónuafsláttinn í staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars rangt

Svona sýnist mér þetta vera. Fyrir flesta ellilífeyrisþega, þ.e. þá sem fá á bilinu 25.000 til 533.538 krónur úr lífeyrissjóði, er samanlögð skerðing (lækkun bóta og hækkun skatta) 72,82%. Þannig að fyrir hverjar 100 krónur sem greiðslur úr lífeyrissjóði hækka aukast ráðstöfunartekjur um rétt rúmar 27 krónur. Afgangurinn fer til ríkis og sveitarfélaga í gegnum lægri bætur TR, hærri tekjuskatt og hærra útsvar. Ef greiðslur úr lífeyrissjóði eru hærri en þetta lækkar virkt skatthlutfall. Þeir sem fá meira en 557.187 úr lífeyrissjóði fá ekkert frá TR og fyrir þá er virkt skatthlutfall bara það sem þeir greiða í tekjuskatt og útsvar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: