- Advertisement -

Það heitir spilling

Það heitir spilling þegar samfélag fólks hefur spillst, þegar mannvirðing og samkennd hefur vikið fyrir græðgi og misnotkun þess sem er í sterkari stöðu á þeim sem standa veikar.

Þetta hefur gerst í einkafyrirtækjum á nýfrjálshyggjutímanum. Þar hefur svifið yfir vötnum kúltúr hinna sterku, hinna ósvífnu, hinna hjartalausu og siðlausu. En þessi spilling og niðurbrot samfélagsins hefur fyrir löngu haldið innreið sína inn í félagslega rekin opinber fyrirtæki, fyrirtæki sem ekki eru í eigu einhverjar fégráðugrar og spilltar fjölskyldu heldur mín og þín, okkar allra. Hið opinbera, við sjálf, stuðlar að niðurbroti starfsmannahópa, eyðileggingu réttinda starfsfólks og misnotkun á öllum þeim sem ekki geta rétt hönd yfir höfuð sér.

Harpa og sá drullupyttur sem þar hefur opnast er aðeins eitt dæmi af mörgum. Ríkisfyrirtæki og fyrirtæki Reykjavíkurborgar stunda blygðunarlausa kúgun á því starfsfólki sem stendur veikast og verðlaunar þá yfirmenn sem brjóta grimmast gegn fólkinu.

Ráðamenn, fólkið sem segist vilja verða fulltrúar þínir í kosningum eftir tvær vikur, stendur með sínu fólki – og það er ekki fólkið á gólfinu, ekki fólkið sem vinnur erfiðustu og verst borguðu störfin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki þú. Nei, fólkið sem segist vilja verða fulltrúar þínir næstu fjögur árin stendur með yfirmönnum og stjórnarmönnum, fólkinu sem það valdi til að reka ómannúðarstefnu sína gagnvart hinum verst settu. Þannig virkar gerspillt kerfi. Þannig er Ísland í dag.

Gunnar Smári Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: