
Hrafn Magnússon:
…þá er Ísland samt sem áður í rauninni varnarlaust ef Trump og hans hyski ásælist landið. Þannig er staðan. Kannski þarf að setja aftur upp leikritið.
„Þegar Schmitz ber að dyrum hjá herra Biedermann og beiðist gistingar, lætur Biedermann undan – með semingi þó því þessi Schmitz er sannarlega grunsamlegur náungi. Og á tímum þegar brennuvargar vaða uppi er eins gott fyrir sómakæra borgara að vera á varðbergi.“
Þetta er lýsing á frægu leikhúsverki eftir Frich Max, sem sýnt hefur verið hér á landi. Biederman þjónar brennuvörgunum af alúð þrátt fyrir fyrirætlan þeira að kveikja í húsi hans, sem þeir auðvitað gera.
Ég minnist á þetta því Trump hefur hótað að taka Grænland með hervaldi. Það eru aðeins 280 km. á milli Íslands og Grænlands. Við höfum gert herverndarsamning við Bandaríkin og uppbygging er hafin á Keflavíkurflugvelli að taka á móti hermönnum og stríðstólum frá USA. Mér finnst utanrīkisráðherra okkar oft vera í sporum Biedermans. Hver er óvinurinn eða brennuvargurinn er spurt. Eru það USA eða Rússland? Ef Trump hertekur Grænland, þá er Ísland í slæmri stöðu líkt og Biderman forðum daga. Rétt er að benda á að ef við skerðum almannaþjónustu og greiðum þess í stað til NATO til frekari vopnakaupa, eins og krafist er, þá er Ísland samt sem áður í rauninni varnarlaust ef Trump og hans hyski ásælist landið. Þannig er staðan. Kannski þarf að setja aftur upp leikritið „Biederman og brennuvargarnir“ svo við Íslendingar skiljum alvöru málsins.