- Advertisement -

„Það er því ekkert lýðræði á Íslandi“

Hins vegar er auðmönnum gert mögulegt að raka saman peningum.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Þeir sem stjórna á Íslandi hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Það er því ekkert lýðræði á Íslandi. Þetta fólk var að vísu kosið í þingkosningum en þá lofaði það öllu fögru en stendur svo ekki við neitt. Landsmenn eru upp til hópa heiðarlegt og gott fólk sem vill aukinn jöfnuð, gott heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og samgöngukerfi. Þjóðin vill að allir njóti arðsins af auðlindunum, vill gott menntakerfi, að allir geti lifað af laununum sínum, vill að enginn lifi við fátækt og að öll börn hafi sömu tækifæri til vaxtar og þroska. Þetta hefur allt komið fram í könnunum. Og þjóðin vill nýja stjórnarskrá og hefur kosið um það í lýðræðislegum kosningum.

En stjórnvöld eru ekki að framkvæma neitt af því sem þjóðin vill og lofað var fyrir kosningar. Þetta er ekki stjórn fólksins. Stjórnvöld leyfa samfelldan stuld á auðlindum þjóðarinnar. Auðkýfingar og auðmenn hirða arðinn af þeim. Spillingin er orðin stjórnlaus og græðgin sjúkleg hjá auðkýfingum sem stjórna landinu leynt og ljóst með leyfi ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma er heilbrigðiskerfið svelt, húsnæðiskerfið hannað fyrir þá ríku, menntakerfið ófært um að sinna hlutverki sínu sem skildi, samgöngukerfið í molum, alltof margir lifa við fátækt og alltof mörg börn. Öryrkjar eru sveltir sem og fátækt eftirlaunafólk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Almenningur vill ekki hafa þetta svona.

Hins vegar er auðmönnum gert mögulegt að raka saman peningum. Laun stjórnmálaelítunnar eru hækkuð, forstjórar opinberra fyrirtækja fá ofurlaun og ríflega bónusa. Venjulegt og ærlegt launafólk er hins vegar aðþrengt og sums staðar kúgað til hlýðni til að halda starfinu í andrúmslofti þar sem gerð er endalaus krafa um hagræðingu.

Almenningur vill ekki hafa þetta svona. Venjulegt fólk sem alltaf borgar sína skatta og skyldur og er ekki að reyna að koma sínum peningum inn á aflandsreikninga. Gerir sér grein fyrir því að til að hægt sé að halda samfélaginu gangandi þá þarf að borga skatta af öllum tekjum í sameiginlega sjóði landsmanna.

Vegna alls þessa mótmælir þjóðin og mætir á Austurvöll laugardaginn 7. des. Kl: 14.00


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: