Viðhorf Þegar ég stöðvaði á rauðu ljósi í Kaplakrika, mjög snemma í morgun, var fyrir framan upplýsingaskilti sem sagði mér að til Keflavíkur væru 37 kílómetrar. Það var alltof sumt. 37 kílómetrar. Til Reykjavíkur voru tíu kílómetrar. Semsagt milli miðborgar Reykjavíkur og til Keflavíkur eru nokkuð innan við fimmtíu kílómetrar.
Er fólk enn sannfært um að áfram eigi að vera flugvöllur í Reykjavík? Þrátt fyrir hversu stutt er til Keflavíkur. Allt er þetta innan borgarsamfélags. Fimmtíu kólímetrar eru ekki löng vegalengd. Svo ekki sé talað um verði vegir og götur lagað að hlutverki sínu. Það er aukinni umferð með það að markmiði að greiðari leið verði gegnum Hafnarfjörð.
Til gamans mældi ég vegalengdina frá Hvassahrauni og til miðborgarinnar. Það eru rétt um tuttugu kílómetrar.
Trúlegast verður að skoða af alvöru aðra kosti fyrir innanlandsflugvöll. Fá rök mæla því að hafa hann þar sem hann er.
Kenningar eru um að ferðaþjónusta á landsbyggðunum eigi sér mesta möguleika komist ferðamenn í innanlandsflug á sama flugvelli og þeir lentu á við komu til landsins. Það má pæla í því.
Sigurjón Magnús Egilsson.