- Advertisement -

Það er skipulagsleysi á Alþingi

Álfheiður Eymarsdóttir skrifar:

Það er skipulagsleysi á Alþingi. Dagskrá þingsins er ekki ljós fyrr en að morgni sama dags. Dagskránni getur verið breytt nánast fyrirvaralaust. Lengd þingfunda er tilviljanakennd (smá regla í óreiðunni en samt varla). Afar langir dagar. Þetta er óvenjulegur vinnustaður og erfiðar vinnuaðstæður. Þú undirbýrð þig fyrir eitt en ferð svo að gera eitthvað allt annað! Það er ómögulegt að skipuleggja tíma fyrir eitt eða neitt utan þings sökum óreiðu. Ég þarf að leggja öll málin mín frá því í fyrravetur aftur fram núna, því mál falla niður dauð milli þinga. Mál eiga að lifa milli þinga. Sömu þingmálin fara kannski í yfirlestur og dreifingu fjórum sinnum á kjörtímabili. Það er tímasóun fyrir alla.
Nefndarstarfið er mun heilbrigðara. Þeir fundir ættu þó að vera opnir imho.
Ég er alveg gáttuð stundum og Margrét Tryggvadóttir hélt einmitt frábæra ræðu um daginn í þinginu um styttingu vinnuvikunnar og jafnvægis milli vinnu og fjölskyldu -og að okkur miðaði lítt áfram með þau þjóðþrifaverkefni ef kjörnir fulltrúar gætu ekki gengið á undan með góðu fordæmi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: