Hrafn Magnússon:
Okkur datt hvorugum í hug eða öðrum á kynningarfundinum að séreignarsparnaðurinn yrði notaður sem stuðningur vegna kaupa á íbúðarhúsnæði.
Hrafn Magnússon skrifar:
Samfélag
Séreignarsparnaður var lögfestur sem þriðja stoð lífeyriskerfisins rétt fyrir síðustu aldamót. Viðtöl voru við okkur Geir Haarde þegar séreignarsparnaðurinn var kynntur. Okkur datt hvorugum í hug eða öðrum á kynningarfundinum að séreignarsparnaðurinn yrði notaður sem stuðningur vegna kaupa á íbúðarhúsnæði.
Mín skoðun er sú að við eigum að halda okkur við þriggja stoða lífeyriskerfi og hið opinbera eigi að leita annarra leiða, ef styrkja þarf sérstaklega íbúðareigendur. Til viðbótar má geta þess að núverandi stuðningskerfi í gegnum séreignarsparnaðinn er ranglátt þeim sem hafa ekki efni á því vera með og greiða allt að 4% af launum sínum í séreignarsparnað svo ekki sé minnst á þá einstaklinga sem eru á hinum almenna leigumarkaði og geta því ekki nýtt sé þær skattaívilnanir sem eru í boði. Það er nefnilega oft dýrt að vera fátækur.