- Advertisement -

Það er komið nóg, mælirinn er fullur

Ég vil ekki að lífeyrisréttindi mín verði notuð til að leysa ótryggða kröfuhafa félagsins ,,úr snörunni”.

Ragnar Önundarson skrifar:

Afstaða fjármálaráðherra sem kom fram í fréttum Rúv sjónvarps er rétt, ríkið býður fram ábyrgð, að uppfylltum skilyrðum um hlutafjáraukningu Icelandair. Punktur. Það er svo fjárfestanna að taka sínar ákvarðanir. 

Ég vil ekki að lífeyrisréttindi mín verði notuð til að leysa ótryggða kröfuhafa félagsins ,,úr snörunni”. Þeir þurfa að taka sinn hluta af áhættunni, sem er staðreynd. Lausnin er aðferðin sem ég hef margsagt frá og er kölluð ,,hive-down”.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stjórnendur lífeyrissjóða þurfa að ,,standa í lappirnar”. Þeir mega ekki ,,henda góðum peningum á eftir slæmum.“  Síðustu tvö árin hafa sjóðfélagarnir tapað 100 milljörðum á Icelandair.  Það er komið nóg, mælirinn er fullur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: