- Advertisement -

„Það er há verðbólga og það eru háir stýrivextir“ – „þetta er jafnvægislist“

Auðvitað veit hæstvirtur ráðherra að samdráttur á tímum vaxandi verðbólgu er eitraður efnahagskokteill.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Alþingi „Það er há verðbólga, það eru háir stýrivextir og það er staðreynd að fyrir þetta ár, þrjú ár, var hagvöxtur nærri 20% og hann er í engu samræmi við neitt af því sem gerist í fyrirheitna landinu Evrópu, sem háttvirtur þingmaður er stundum að lýsa, því að í sumum löndum þar er samdráttur. Við erum meira og minna í sama takti og Bandaríkin þannig að hér er þensla á markaðnum. Þó svo að minni hagvöxtur sé á Íslandi í ár, að hann stefni í að verða á bilinu 1–2% eftir ólíkum spáaðilum, þá eru það engar katastrófur. En við þurfum að sætta okkur við að væntingar okkar til þess að geta vaxið á þessu ári eru ekki raunhæfar. Stærsta verkefnið er að slá aðeins á væntingarnar, seinka einhverjum framkvæmdum og útgjöldum, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum, í því skyni að ná þenslunni niður. En þetta er jafnvægislist,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson efnahags- og fjármálaráðherra.

Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði áður:

„Það er engin veisla hjá venjulegu fólki á Íslandi. Lánin hafa stökkbreyst, verðbólgan er að draga úr þeim kjark, það hrannast upp óveðursský í atvinnulífinu. Auðvitað veit hæstvirtur ráðherra að samdráttur á tímum vaxandi verðbólgu er eitraður efnahagskokteill. Hann veit líka alveg hvað það þýðir að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og hann veit alveg á hverjum það bitnar. Aftur og aftur eru það millitekjuhóparnir, venjulegu heimilin og fjölskyldurnar sem eru látnar taka skellinn. Þannig er það bara.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurður Ingi er allt annarrar skoðunar:

„Skilaboðin til venjulegs fólks á Íslandi og allra Íslendinga eru alla vega ekki svartnættisyfirlýsingin sem kom úr munni háttvirts þingmanns. Það er rangt hjá háttvirtum þingmanni, og við getum ítrekað það eins oft og verða vill, að fjármálaáætlun sé að fá falleinkunn hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ég hitti fulltrúa þess sjóðs og við höfum farið í gegnum þær skýrslur sem þar eru og það er langt því frá.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: