- Advertisement -

„Það er engin starfsemi, ekkert eftirlit, engin þjónusta, bara rukkað og plokkað“

„Hættum að plokka þegnana að ástæðulausu.“ 

Jakob Frímann Magnússon.

Alþingi „Ég vil sérstaklega benda á sjokkerandi róteringar á okkar sameiginlegu Leifsstöð í boði Isavia, ríkisfyrirtækis, þar sem hent var út íslenskum banka og hleypt inn spænskri sjoppu sem selur okkur evruna á 167 kr. en borgar okkur 127 kr. fyrir evruna ef við ætlum að skipta henni, heim komin. Svona impressjónir fyrir útlendinga gefa byr undir báða vængi þeirri kenningu að hér sé orðið allt of dýrt að koma og vera,“ sagði Jakop Frímann Magnússon á Alþingi.

Hann kom með fleiri dæmi: „Það er ágætt að bæta við Leifsstöðvarokrið að þar er bílastæðaplan, melurinn á Miðnesheiðinni, sem var malbikað fyrir nokkrum árum og einhverjum vinum afhent leyfi til að fara að rukka þar inn. Það hækkar og hækkar. Það er engin starfsemi, ekkert eftirlit, engin þjónusta, bara rukkað og plokkað. Hættum að plokka þegnana að ástæðulausu.“ 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: