Stjórnmál

„Það er ekki merkilegt að stæra sig af því að vera best pússaði skíturinn“

By Miðjan

December 15, 2020

„Hér er verið að leggja til að fjárhæðir fjárhagsaðstoðar hækki um 2,4%. Þá verður grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar 212.694 kr. á mánuði fyrir skatt. Það er skammarlega lág upphæð og gengur engan veginn upp til þess að framfleyta sér og er að mati sósíalista smánarblettur á borginni. Fulltrúi sósíalista hefur lagt til frekari hækkanir á þessari upphæð og mun halda áfram að gera slíkt,“ bókaði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, á síðasta fundi borgarráðs.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

„Fjárhagsaðstoð í Reykjavík er töluvert hærri en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.“

Sanna svaraði: „Það er ekki merkilegt að stæra sig af því að vera best pússaði skíturinn og breytir því ekki að enginn getur framfleytt sér á þessari upphæð.“